5 styrkir til náms hjá Beijing Institute of Technology

Beijing Institute of Technology býður allt að 5 námsstyrki fyrir Íslendinga til meistara- eða doktorsnáms við skólann.

Í styrknum felst að öll námsgjöld eru feld niður, nemendur fá frítt herbergi á heimavist, fría sjúkratryggingu og framfærslustyrk sem nemur CNY 3.000 vegna meistaranáms og 3.500 vegna doktorsnáms (u.þ.b. 47-55 þúsund krónur) á mánuði. Nám við BIT fer bæði fram á ensku og kínversku.

 

Ferlið er eftirfarandi:

Sótt er um nám í BIT af vefsvæði skólans http://apply.isc.bit.edu.cn.

Sótt er um styrkinn á vefslóðinni: http://www.csc.edu.cn/laihua/  Í upphafi umsóknarferlis skal velja Program Category: Type B og Agency No: 10007

Þegar lokið hefur verið við að fylla út rafrænt umsóknareyðublað skal það prentað út og skilað ásamt nauðsynlegum fylgigögnum til Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík fyrir lok dags 5. mars. Rannís hefur verið falið að tilnefna allt að 5 nemendur til þess að fá styrk. Berist fleiri umsóknir, mun Rannís skipa sérstaka valnefnd með sérfræðingum á viðkomandi námssviði.

 

Nánari upplýsingar um umsóknarferði er að finna hér. Sé þörf á frekari upplýsingum er má leita til Sveins Kjartans Einarssonar hjá íslenska sendiráðinu í Beijing (Sveinn.Kjartan.Einarsson[@]utn.stjr.is)

Top