Fylgigögn

Misjafnt er hversu mikið af fylgigögnum þarf að fylgja umsókn um háskólanám erlendis. Væntanlegir námsmenn verða að vera biðbúnir því að framvísa sumu eða öllu af eftirfarandi:

  • staðfestum (stimpluðum) afritum af prófskírteinum úr fyrra námi. Séu þau ekki til á tungumáli þess lands sem námið á að fara fram í getur verið að skólinn biðji um skjal þýtt af löggiltum skalaþýðanda. Með umsókn um nám í landi þar sem Íslendingar hafa ekki stundað nám að neinu marki  getur verið nauðsynlegt að senda einshvers konar yfirlit yfir hvað á bak við stúdentsprófið stendur. Viðkomandi framhaldsskóli ætti að geta látið það í té.
  • ferilskrá. Þá er æskilegast að hún sé á því tungumáli sem námið fer fram á. Europass ferilskráin er til á öllum tungumálum Evrópu.
  • staðfesting þess að viðkomandi geti fjármagnað námið. Hana er annað hvort hægt að fá frá viðskiptabanka sínum eða Lánasjóði íslenskra námsmanna.
  • „letter of motivation“ þar sem útskýrt er af hverju viðkomandi námsmaður sæki um viðkomandi skóla. Bréfið á að vera faglegt og málefnalegt og um er að gera að hrósa viðkomandi skóla og deild, án þess samt að gera of mikið úr hlutunum.
  • meðmælabréf frá kennara eða öðrum sem þekkir faglega hæfni umsækjanda
  • yfirlit yfir sjúkratryggingu. Í Evrópu er íslenska sjúkratryggingin nægjanleg en t.d. í Bandríkjunum er nauðsynlegt að kaupa sér aukatryggingu.


Top