Gildi náms erlendis

Þó að námsframboð á Íslandi hafi aldrei verið meira og nám sem einvörðungu var hægt að stunda erlendis er nú í boði hér á landi. Er ekki þar með sagt að óþarfi sé að sækja sér menntun utan landsteinanna.

Þroski og annars konar menntun sem ekki verður settur á verðmiði fylgir því að læra erlendis. Hvort sem er þegar farið er í skiptinám eða öll gráðan tekin erlendis. Aukin tungumálaþekking, innsýn inn í annann menningarheim, aðlögunar- og sjálfsbjargarhæfni svo eitthvað sé nefnt.

Menntun erlendis getur aukið starfsmöguleika einstaklinga bæði hér og annars staðar í heiminum. Heimurinn verður sífellt alþjóðavæddari og því felst mikill auður í einstakling sem hefur dvalið erlends og rannsóknir sýna að margir vinnuveitendur meti þá reynslu. Ekki einvörðungu prófgráðuna.Top