Próf (toefl o.fl.)

Tungumálapróf 

 • TOEFL – Test of English as a Foreign Language
 • IELTS -English Language Testing System
 • TCF – Test de connaissance du francais
 • DELE – Diplomas de España como lengua Extranjera
 • TestDAf – Test Deutsch alt Fremdsprache
 • HSK – Hanyu Shuiping Kaoshi
 • CILS – Certificate di Italiano Come Lingua Straniera
 • TRKI/TORFL – Test of Russian as a Foreign Language
 • JLPT – Japanese Language Proficiency Test

Inntökupróf

 • SAT – Scholastic Aptitude Test
 • ACT – American College Test
 • GMAT – Graduate Management Admission Test
 • GRE – Graduate Record Exam

TOEFL

 • Öll skráning í Toefl prófin fer fram beint í gegnum skráningarsíðuna þeirra, http://www.ets.org/toefl. Skrá þarf sig minnst 7 dögum fyrir áætlaðan prófdag í “internet based” próf, Toefl IBT. IBT prófið kostar 220$ (sept 2016). Athugið að þau greiðslukort sem þið notið til að borga þurfa að vera með öryggisvottun hjá viðkomandi kortafyrirtæki; hafið samband við kortafyrirtækin ykkar.
 • Hér er að finna æfingapróf. Athugið að til þess að geta tekið prófið þarf að skrá sig hægra megin á síðunnu en það kostar ekki neitt. Internet based prófin, Toefl IBT, eru haldin í PROMENNT, Skeifunni 11b. Ekki er lengur boðið upp á skrifleg próf hér á landi. Þeir sem vilja biðja um lengri próftíma, t.d. vegna lesblindu eða þurfa sérstakt aðgengi vegna fötlunar, þurfa yfirleitt lengri umsóknarfrest sjá “Test takers with disabilities” inn á upplýsingasíðu Toefl. Dæmi eru um að það hafi tekið allt að tvo mánuði að fá slíka umsókn í gegn.
 • Upplýsingastofa um nám erlendis lánar út kennslugögn fyrir prófið. Borga þarf tryggingagjald þegar bók er tekin að láni (5000 kr.), sem fæst endurgreitt þegar bók er skilað. Eingöngu er hægt að borga í peningum.
 • Prófið skiptist í eftirfarandi hluta:
 1. Lesskilningur (reading) - 60–100 mín.
 2. Hlustun (listening) - 60–90 mín
 3. Munnleg færni (speaking) - 20 mín
 4. Skrifleg færni (writing) - 50 mín. 

 

IELTS – International English Language Testing System

 • Líkt og TOEFL, prófar IELTS stöðu fólks í akademískri ensku. Munurinn á þessum tveimur liggur aðallega í því að munnlegi þáttur prófsins fer fram með prófdómara.
 • Eins og stendur er ekki hægt að taka prófið hér á landi.
 • Prófinu er skipt í fjóra hluta:
 1. Hlustun 30 mín
 2. Lesskilningur 60 mín
 3. Skriflegur hluti 60 mín
 4. Munnlegur hluti 15 mín

hér er linkur inn á dönsku IELTS síðuna edu-denmark

TestDaf - Test Deutsch alt Fremdsprache

 • Alþjóðlegt þýskupróf, fyrir þá sem ætla í háskólanám til Þýskalands. TestDaF prófið er að öllu jöfnu haldið tvisvar á ári hjá Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands, í apríl og í nóvember. Nánari upplýsingar veitir:Tungumálamiðstöð HÍ. Veröld – Hús Vigdísar: 525 4593, ems(hjá)hi.is og TestDaf-Institut
 • Ath. Þetta próf verður haldið einungis einu sinni árið 2018. Prófið fer fram 20. febrúar 2018 og skráningarfrestur rennur út 23. janúar 2018. Nánari upplýsingar má finna hér
 • Skráning í prófið fer fram rafrænt á vef TestDaf: https://anmelden.testdaf.de/gast/testdaf/teilnehmer/ 
 • Mælst er til þess að próftaki fylli vandlega út umsóknareyðublaðið, mjög mikilvægt er að engar
  upplýsingar vanti.  Ath. að gefa þarf upp vegabréfsnúmer og mæta með
  vegabréf í prófið. Prófgjaldið er 150 Evrur og er greitt rafrænt við
  skráningu. Hægt er að greiða með bæði Visa og Master Card.
 • Upplýsingastofa um nám erlendis lánar út kennslugögn (bók og tölvudiskur) fyrir TestDaF prófið gegn tryggingagjaldi, 2.500 kr. sem fæst endurgreitt þegar bók er skilað.
 • Prófið skiptist í fjóra hluta þeir eru:
 1. Lesskilningur: Samanstendur af þremur textum þar sem þú átt að sýna fram á að þú skiljir innhald þeirra. 60 mín.
 2. Hlustun: Samanstendur af þremur textum þar sem þú átt að sýna að þú skiljir einnig talaða þýsku. 60 mín.
 3. Skriflegur hluti: Ritgerð. 60 mín.
 4. Munnlegur hluti: Fer stundum fram með prófdómara en annars er talað í míkrófón á tölvu. 30 mín.

TCF – Test de connaissance du français

Próf í færni á frönsku sem haldið er úti af franska menntamálaráðuneytinu. Prófið skiptist í eftirfarandi hluta:

 1. Munnlegtur skilningur
 2. Skriflegur skilningur
 3. Málnotkun/munnleg færni
 4. Skrifleg færni

SIELE – Servicio Internacional de Evaluación de la Lengur Española

 • Tungumálamiðstöð HÍ býður nú upp á rafrænt stöðupróf í spænsku: SIELE.
 • SIELE er alþjóðlegt, rafrænt spænskupróf sem skipulagt er af Instituto Cervantes, Universidad Autónoma de México, Universidad de Salamanca og Universidad de Buenos Aires.
 • Prófið skiptist í fjóra hluta: lesskilningur, hlustun, ritun og talmál. Hægt er að taka staka prófhluta eða alla. Prófið tekur mið af Evrópska tungumálarammanum (CEFR)
 • Skráning og greiðsla prófgjalds fer fram rafrænt á vef SIELE 
 • Nánari upplýsingar hjá Tungumálamiðstöð HÍ , Veröld – Hús Vigdísar: 525 4593, ems(hjá)hi.is

HSK – Hanyu Shuiping Kaoshi

Ef þú hyggur á nám í Kína er nauðsynlegt að taka HSK prófið sem prófar færni þína í kínversku. HSK stigin eru 6. Reikna má með 2 til 3 árum af kínverskunámi til þess að ná stigi 4-5 (sem er gjarnan krafan ef stunda á grunnnám á kínversku). Ef stunda á meistaranám á kínversku er krafan hins vegar 5-6 stig.

CILS – Certificate di Italiano Come Lingua Straniera

 • Mikilvægt er að hafa góða kunnáttu í ítölsku til að geta stundað háskólanám á Ítalíu. Einstaka listaskólar og viðskiptaháskólar eru þó með nám á ensku og hafa Íslendingar sótt nokkuð í það. Tveir háskólar á Ítalíu eru með sérstakar deildir fyrir útlendinga, sem vilja læra ítölsku, þ.e. háskólinn í Perugia og Siena. Einnig eru fleiri háskólar með ítölsku fyrir útlendinga, ásamt Dante Alighieri stofnunum og fjölmargir málaskólar.
 • Flestir ítalskir háskólar krefjast þess að nemendur hafi ákveðna kunnáttu í ítölsku áður en þeir hefja nám. Háskólarnir veita sjálfir upplýsingar um hvort þeir fara fram á tungumálapróf, og þá hvaða próf þeir fara fram á.
 • CILS prófið er viðurkennt af flestum háskólum en önnur sambærileg próf eru

 • CELI (Certificati di conoscenza della Lingua Italiana)

 • PLIDA (Progetto Lingua Italiana Dante Alighieri)

TRKI/TORFL – Test of Russian as a Foreign Language JLPT – Japanese Language Proficiency Test

Prófið skiptist í þrjá parta:

 1. Language knowledge (orðaforði og málfræði)
 2. Hlustun
 3. Lesskilningur

Prófið er tekið á tölvu og er hvorki munnleg né skrifleg færni prófuð.

SAT – Scholastic Aptitude Test

 • Skylt er að taka SAT prófið fyrir marga bandaríska háskóla. En prófið er hannað til þess að skoða þekkingu bandarískra nemenda eftir high school. 
 • Til eru tvær týpur af prófinu SAT – Reasoning test og SAT Subject test
 1. SAT – Reasoning test: Prófar þekkingu og færni í lestri, skriflegri færni og stærðfræði. Lestrarhlutinn snýst um að mestu lesskilning og setningarfræði (200-800 stig). Skriflegi hlutinn krefst þess að skrifuð sé stutt ritgerð og málfræði spurningar(200-800 stig). Stærðfræði hluti prófsins prófar m.a. algebru, líkindareiknig og tölfræði (200-800).
 2. SAT – Subject test: Prófar þekkingu í sérstökum fögum. Til er sér próf fyrir eftirfarandi fög:
 • Enska
 • Saga
 • Stærðfræði
 • Náttúrufræði (líffræði, efnafræði og eðlisfræði)
 • Málvísindi

Verzlunarskóli Íslands heldur SAT prófin á Íslandi. Skráning fer eingöngu fram á vef SAT með 4 vikna fyrirvara. Verð um 78 USD.

ACT – American College Test

ACT er annað inntökupróf í grunnháskólanám í Bandaríkjunum. Það er þekkingarpróf í námsefni “high school” í Bandaríkjunum og prófað er í stærðfræði, líffræði, eðlisfræði og ensku. Oftast er hægt að taka ACT prófið í stað SAT. Skráning í prófin fer eingöngu fram á vef ACT með 5 vikna fyrirvara. Verð 60-80 USD. Prófið fer fram hjá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.

GMAT – Graduate Management Admission Test

Próf sem flestum er skylt að taka ætli þeir í hagfræði eða viðskiptatengt nám þar með talið MBA nám.

Prófið skiptist í fjóra hluta og tekur u.þ.b. þrjá og hálfan klukkutíma. Hlutarnir fjóru eru:

 1. Analytical Writing Assessment (30 mín)
 2. Intergrated Reasoning (30 mín)
 3. Quantitative (75 mín)
 4. Verbal (75 mín)

Hægt er að taka Gmat prófið hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustinni. Prófin eru haldin eftir þörfum en æskilegt að menn skrái sig í próf á föstudögum. Hægt verður að prófa tvo í senn þannig að ef aðsókn er mikil getur þurft að dreifa fólki á daga. Allar nánari upplýsingar má fá með því að hringja í Tölvu- og verkfræðiþjónustuna í síma 520 9000 eða með því að tengjast vefsíðu GMAT prófanna.

GRE – Graduate Record Exam

Próf, ætlað fyrir þá sem ætla í framhaldsnám (graduate) í Bandaríkjunum. Bæði er hægt að taka almennt próf og subject -test. Hið almenna er það sem flestir taka.

GRE general test prófar færni í

 • Verbal Reasoning
 • Quantitative Reasoning
 • Analytical Reasoning

Prófstaður fyrir almenn GRE®-próf (GRE® General Test) á Íslandi er hjá PROMENNT í Skeifunni og fara þau fram í tölvuveri (Computer Based Test). Nánari upplýsingar og skráning: https://mygre.ets.org/greweb/action/RegPortal.

Skráningarfrestur rennur út u.þ.b. 5 vikum fyrir settan prófdag, en próftökum er bent á að skrá sig tímanlega.

Bent skal á að á prófstað þurfa próftakar að framvísa gildum skilríkjum (vegabréfi eða ökuskírteini). Þeir þurfa einnig að hafa með sér GRE Admission Ticket.

Nánari upplýsingar um GRE-próf og skráningu í þau má fá á vefsetri ETS.

 

 Top