Algengar spurningar

Hvert er hægt að fara?

Eins og sjá má á forsíðu þá er hægt að fara nánast hvert sem er, en eins og sést einnig þá eru langmestu möguleikarnir í Evrópu. Langflestir Íslendingar fara til náms í  Danmerkur en fyrir því hefur skapast gríðarleg hefð. Hin Norðurlöndin, Bretland og Bandaríkin hafa einnig verið vinsæl hjá íslenskum námsmönnum. Hagstæðast er læra innan Evrópu þar sem skólagjöld eru að jafnaði nær engin fyrir Íslendinga vegna EES samningsins. Að undanskildu Bretlandi þar sem eru skólagjöld og í ofanálag borga Íslendingar sama taxta og nemendur utan ESB.

Grunnnám eru yfirleitt á því tungumáli sem talað er í hverju landi. Hins vegar fer framboð á námi kennt á ensku sífjölgandi. Lánasjóður íslenskra námsmanna býður upp á lán fyrir tungumálanámi sé það undirbúningur fyrir frekara námi í landinu.

Á meistarastigi er yfirleitt mun meira framboð á ensku og í mörgum tilvikum er leyfilegt að skila verkefnum á ensku þrátt fyrir að kennsla fari fram á öðru tungumáli.

Á síðu LÍN er hægt að sjá hvaða námi hefur verið lánað fyrir, og í leiðinni séð hvert fólk hefur verið að fara. Þetta er hins vegar ekki tæmandi listi, ekki er lánað fyrir náminu nema LÍN sé búið að ganga úr skugga um að skólinn njóti viðurkenningar menntamálayfirvalda í heimalandinu.

Fleiri spurningar

Top