Algengar spurningar

Skólagjöld í Bretlandi – UK Home fees vs. Overseas fees

Íslendingar og aðrir námsmenn utan Evrópusambandsins, borga töluvert hærri skólagjöld en Bretar og námsmenn sem koma frá Evrópusambandslöndum. Hægt er að sækja um lækkun á skólagjöldum, en virðist það fara eftir skólum hvort að það er samþykkt. Hægt er að lesa nánar um málið hér, en námsmaður í Bretlandi tók þessa punkta saman fyrir okkur.

Til að eiga rétt á að borga UK Home Fees (lægri gjöldin) frekar en Overseas Fees þá verður fólk frá löndum eins og Íslandi sem eru utan Evrópusambandsins (EU) en samt í Evrópska Efnahagssvæðinu (EEA) að uppfylla önnur hvor skilyrðin;

a) Að hafa búið í Bretlandi í a.m.k. þrjú ár
eða
b) Ná að skilgreina sig, maka sinn eða foreldri sitt sem Migrant Worker.

Migrant Worker teljast þeir sem geta sýnt fram á að þeir hafi flutt tilBretlands til þess að vinna. Þeir sem flytja til landsins eingöngu til þess að fara í nám eiga í raun ekki rétt á þessu.

Starfið má vera hlutastarf eða fullt starf, en ekki vera starf sem er hluti af skyldu-námi námsmanns. Tegund starfs virðist í flestum tilfellum ekki skipta máli, nema ef starfi sé hætt án þess að samningur hafi runnið út. Þá er æskilegt um sé að ræða starf sem geti talist á einhvern hátt tengt námi. Þetta er þó ekki mjög skýrt og virðist nokkuð teygjanlegt.

Ef skólastofnunin ákveður að námsmaður eigi að borga Overseas Fees en viðkomandi telur sig falla undir flokkinn Migrant Worker þarf að hafa strax samband við stofnunina og fá þá til að útskýra ástæður fyrir þeirra ákvörðun.
Það er mikilvægt að námsmaður skrifi ekki undir nein skjöl sem hann samþykkir að borga þessi Overseas Fees. Rökstyðja þarf af hverju námsmaður telur sig eiga rétt á þessu. Það er einnig mikilvægt að þetta sé skriflegt og halda skal öllum svarsendingum til haga.

Námsmaður þarf að öllum líkindum að fylla út “Fee Status Questionnaire” sem er listi til að ákvarða hvort skilyrðum fyrir migrant worker sé fullnægt.
Ein af spurningunum er hver sé megin ástæða fyrir dvöl í Bretlandi, þá gildir að svara að það sé vegna atvinnu en ekki náms.

Í Bretlandi er stofnun sem sérhæfir sig í málefnun erlendra nema. Hún heitir UKCISA og á heimasíðu þeirra má finna nákvæmari upplýsingar um þessa reglugerð. Íslenskir nemar ættu sérstaklega að lesa allt sem viðkemur EEA Students, Tuition Fees og Financial Support. Veffangið þeirra er:
http://www.ukcisa.org.uk

Fleiri spurningar

Top