Algengar spurningar

TOEFL

TOEFL eða Test of English as a Foreign Language

Ef farið er í nám í ensku mælandi landi eða nám á ensku þarf nær undantekningarlaust að fara í TOEFL prófið eða annað sambærilegt. TOEFL er enn eina próf sinnar tegundar sem hægt er að taka hér á landi.

Öll skráning í Toefl prófin fer fram beint í gegnum skráningarsíðuna þeirra. Skrá þarf sig minnst 7 dögum fyrir áætlaðan prófdag í „internet based“ próf, Toefl IBT. IBT prófið kostar 220$ (ágúst. 2014). Athugið að þau greiðslukort sem þið notið til að borga þurfa að vera með öryggistvottun hjá viðkomandi kortafyrirtæki; hafið samband við kortafyrirtækin ykkar.

Hér er að finna æfingapróf. Athugið að til þess að geta tekið prófið þarf að skrá sig hægra megin á síðinnu en það kostar ekki neitt.

Internet based prófin, Toefl IBT, eru haldin í PROMENNT, Skeifunni 11b. Ekki er lengur boðið upp á skrifleg próf hér á landi, a.m.k. ekki sem stendur.

Þeir sem vilja biðja um lengri próftíma, t.d. vegna lesblindu eða þurfa sérstakt aðgengi vegna fötlunar, þurfa yfirleitt lengri umsóknarfrest sjá „Test takers with disabilities“ inn á upplýsingasíðu Toefl. Dæmi eru um að það hafi tekið allt að tvo mánuði að fá slíka umsókn í gegn.

Upplýsingastofa um nám erlendis lánar út kennslugögn fyrir prófið. Borga þarf tryggingagjald þegar bók er tekin að láni (5000 kr), sem fæst endurgreitt þegar bók er skilað. Eingöngu er hægt að borga í peningum.

Fleiri spurningar

Top