Alþjóðlegir friðarstyrkir rótarhreyfingarinnar

Rótarýsjóðurinn, ROTARY FOUNDATION,  mun veita allt að 50 styrki til tveggja ára meistaranáms skólaárin 2019-2021. Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna, sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi auk þess að hafa lokið fyrstu háskólagráðu.

Í þessu skyni hefur Rótarýsjóðurinn komið á samvinnu við sex háskóla:  Duke University og University of North Carolina, BNA, International Christian University,  Japan , University of Bradford, Bretlandi, University of Queensland, Ástralíu, Uppsala University,Svíþjóð, Chulalongkorn University, Tailandi.

Nánari upplýsingar má finna hér

Umsóknafrestur er til 31. maí 2018.

Top