Auglýsing um styrki frá Letterstedtska sjóðnum

Letterstedtski sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja norrænt samstarf og samstarf við Eystrasaltsríkin á sviði rannsókna, lista, vísinda og fræða.

Íslandsdeild sjóðsins veitir styrki til ferða milli norrænu landanna og Eystrasaltsríkjanna.
Aðalstjórn sjóðsins veitir styrki til ráðstefnuhalds, til að kosta heimsóknir fyrirlesara og/eða til vísindaferða, prenntunar, þýðinga og netútgáfu.

Þór Magnússon, formaður Íslandsdeildar sjóðsins, veitir frekari upplýsingar í síma 5515320 og Snjólaug Ólafsdóttir í síma 5687737 eða sngola(hjá)simnet.is.
Allar nánari upplýsingar um sjóðinn og styrkveitingar úr honum  má finna hér.
Umsóknarfresti lýkur 15. september nk.
Umsóknir til Íslandsdeildar sjóðsins (m.a.s vegna ferðastyrka) skal senda á íslensku til ritara sjóðsins, Snjólaugar Ólafsdóttur, Vesturbrún 36, 104 Reykjavík. Umsóknir til aðalstjórnar sjóðsins skal senda á sænsku, dönsku eða norsku til Letterstedtska Föreningens Huvudstyrelse, Box 1074, SE-101, 39 Stockholm, Svíþjóð.
Top