Breytingar á aðgönguskilyrðum fyrir danska háskóla

Aðgangur að dönskum háskólum byggist fyrst og fremst á meðaleinkunn á stúdentsprófi (svonefndur kvóti 1). Hver háskóli fyrir sig ákveður hins vegar hversu stór hluti nemenda er tekinn inn á svonefndum kvóta 2, sem byggist á t.d. vinnureynslu, auk meðaleinkunnar á stúdentsprófi. Þessi regla hefur komið sér vel fyrir Íslendinga sem oft eru men mun meiri reynslu af vinnumarkaði en aðrir umsækjendur. Nú eru sumir danskir háskólar búnir að breyta þessum aðgangsskilyrðum fyrir sumar námsbrautir þannig að vissrar lágmarkseinkunnar er krafist, án tillits til vinnureynslu eða annarra þátta. Ekki liggur fyrir heildaryfirlit yfir hvað deildir krefjast lámarkseinkunna eða hversu háar þær þurfa að vera og því eru umsækjendur hvattir til að kynna sér málið á vef viðkomandi skóla.

Top