Fæðingarorlof námsmanna

Upplýsingar frá fæðingarorlofssjóði:

Heimilt er að greiða fæðingarstyrk til námsmanna sem hafa verið í fullu námi í skilningi laga um fæðingar- og foreldraorlof og reglugerðar, sem sett hefur verið með stoð í lögunum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Lögheimilisskilyrði og undanþága frá skilyrðinu
Til þess að eiga rétt á greiðslu fæðingarstyrks sem námsmaður er meginreglan sú að foreldri þurfi að eiga lögheimili á Íslandi við fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur, og síðustu 12 mánuði þar á undan.

Þrátt fyrir framangreinda meginreglu er heimilt á grundvelli umsóknar að greiða fæðingarstyrk til foreldris sem hefur flutt lögheimili sitt tímabundið vegna náms erlendis enda hafi foreldri átt lögheimili á Íslandi samfellt í a.m.k. fimm ár fyrir flutninginn. Hið sama gildir þegar foreldri hefur flutt lögheimili sitt tímabundið og stundar fjarnám við íslenskan skóla á þeim tíma enda hafi foreldri átt lögheimili á Íslandi samfellt í a.m.k. fimm ár fyrir flutning og fullnægir öðrum skilyrðum um fæðingarstyrk til foreldra í fullu námi. Er þá jafnframt skilyrði að fyrir liggi yfirlýsing frá almannatryggingum í búsetulandi um að foreldri eigi ekki rétt á greiðslum vegna fæðingar, ættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur í því ríki.

Njóti foreldri greiðslu vegna sömu fæðingar, ættleiðingar eða varanlegs fósturs í búsetulandinu kemur hún til frádráttar fæðingarstyrknum.

Hafi foreldri haft lögheimili á Íslandi í a.m.k. einhvern tíma í síðasta mánuði fyrir fæðingardag barns eða þann dag sem barn kemur inn á heimili vegna frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur er tekið tillit til búsetutímabila foreldris í öðrum ríkjum innan EES svæðisins enda hafi foreldrið verið tryggt á sama tíma í því ríki og ekki hefur liðið meira en mánuður frá því að tryggingatímabili samkvæmt lögum þess ríkis lauk. Foreldri skal láta tilskilin vottorð um búsetutímabil og tryggingatímabil fylgja með umsókn um greiðslur.

Ítarlegri upplýsingar má finna hér og í þessu skjali sine-2012vmst frá Fæðingarorlofssjóði.Top