Austurríki

Staðreyndir um Austurríki

Höfuðborg: Vín
Tungumál: (Austurrísk) þýska, og svæðisbundinmál: slóvenska, króatíska og ungverska
Gjaldmiðill: Evra
Fólksfjöldi: 8.5 milljónir

Lýðveldið Austurríki  (Republik Österreich) er landlukt ríki í Mið-Evrópu með um 8,5 milljónir íbúa. Landið er sambandslýðveldi sem samanstendur af níu sambandsríkjum. Höfuðborg þess heitir Vín. Austurríki einkennist af hálendi Alpafjallanna en teygir sig einnig inn að Bæheimsskógi og Pannonísku sléttunni. 19 háskólar eru í landinu og þó nokkuð af sérskólum á háskólastigi (fachhochschulen). Íslendingar hafa mikið sótt í söng- og annað tónlistarnám til Austurríkis, en einnig annað nám.

Skólakerfið

Að sækja um

Í Austurríki eru um 45 skólar á háskólastigi, þar af eru 17 Fachhochschulen sem eru minni háskólar sem sérhæfa sig í ákveðnum fögum. Háskólarnir í Vín, Graz, Innsbruck, Linz og Salzburg bjóða upp á öll hefðbundin háskólafög. Listaháskólar eru sex, fjórir læknaskólar og einn dýralæknaskóli staðsettur í Vín.

Skólaárið skiptist niður í vetrarmisseri, sem hefst í október og stendur fram í janúar. Síðan er vetrarfrí á milli missera og sumarmisserið er frá mars og fram í júní. Margir háskólar bjóða upp á sérstakt nám fyrir útlendinga.

Sækja skal um í hvern skóla fyrir sig, ekki er neitt sameiginlegt umsóknarkerfi. Best er að hafa samband við háskólann (háskólana) og biðja um umsóknareyðublað (Ansuchung um Zulassung zum Studium). Umsóknarfrestur í háskólana er yfirleitt 1. september fyrir vetrarmisserið og 1. febrúar fyrir sumarmisserið. Yfirleitt byrjar námið á haustmisseri, en í stöku tilfellum er hægt að hefja nám á sumarmisseri. Útfyllt umsóknareyðublað ásamt tilheyrandi gögnum þýddum á þýsku skulu berast til háskóla (að undanteknum listaháskólum) fyrir 1. júlí ef nám á að hefjast á haustmisseri. Mikilvægt er að ræðismaður Austurríkis á Íslandi stimpli öll þessi gögn áður en haldið er út.
Hafið samband við listaháskólana til að fá upplýsingar um það hvenær umsóknir þurfa að berast.

Til að fá inngöngu í austurríska háskóla, þarf oftast að sýna fram á að þú munir fá inngöngu í sambærilegt nám í heimalandinu. Þetta á þó ekki við í Fachhochschulen. Yfirleitt þarf að sýna fram á góða þýskukunnáttu og oftast þarf að taka þýskupróf, TestDaf, Test Deutsch als Fremdsprache eða ZOP, Zentrale Oberstufenprüfung. Í flestum borgum er auðvelt að komast á þýskunámskeið. ÖAD heldur þýskunámskeið fyrir þá sem hafa fengið inngöngu en treysta sér ekki til að hefja venjulegt háskólanám strax. Umsóknarfrestur fyrir þau námskeið er til 1. sept. og með umsókninni verður að fylgja staðfesting um skólavist frá viðkomandi háskóla.

Námsgráður

Líkt og önnur Evrópulönd er Austurríki aðili að Bologna áætluninni sem felur í sér samkomulag m.a.um samræmingu háskólagráða innan Evrópulanda. Samkvæmt því skiptist námip í bachelor gráðu sem tekur 3 ár og mastersgráðu sem tekur yfirleitt tvö ár, Magister (FH) (sérstök meistaragáða fyrir kennara), sem tekur 1-2 ár í viðbót, Diplom fyrir sérstakar starfsgreinar eins og lögfræðinga, sem tekur 4 og 6 år og doktorsgráðu sem fæst eftir tveggja til fjögurra ára nám eftir mastersnámið.

Sérstakur háskólar eru fyrir tónlist og aðrar listgreinar. Þar má nefna Universität für Musik und darstellende Kunst GrazUniversität für Musik und darstellende Kunst Wien ogUniversität Mozarteum Salzburg.

Skólagjöld

Engin skólagjöld eru í ríkisháskólana í Austurríki, en borga þarf skráningargjald, sem er um 380 evrur fyrir hvert misseri. Í einkaskóla getur verið mun dýrara.

Hvað er í boði?

Leit að námi

Leit að námi í Austurríki
Österreichischer Austauschdienst (ÖAD) , alþjóðaskrifstofa háskólanna í Austurríki, þjónusta við erlenda stúdenta.
Listi yfir háskóla í Austurríki

Listaháskólar - arkitektúr, myndlist, hönnun, alls kyns tónlist o.fl.

Actilingua Þýskunám í Austurríki

Nám á ensku

Yfirleitt er kennt á þýsku, en nokkrir háskólar kenna á ensku aðallega viðskiptaháskólar, t.d. Donau-Universität KremsUniversität für BodenkulturWebster University o.fl.

LÍN

Lánasjóður íslenskra námsmanna

Veitt er lán til undirbúningsnáms í tungumálinu í eitt misseri (tvo fjórðunga þar sem það á við) en athugið að lánið er skilyrðisbundið því að áframhaldandi nám verði stundað í Austurríki.  Skilyrði fyrir útborgun lánsins er að vottorði um inngöngu í áframhaldandi nám sé skilað inn til lánasjóðsins. 

 

Styrkir

Hagnýtar upplýsingar

Að flytja til

Dvalarleyfi:

Ekki þarf að sækja um vegabréfsáritun til Austurríkis, en sótt er um dvalarleyfi þegar komið er út. Þá er mikilvægt að hafa meðferðis staðfestingu á skólavist (acceptance letter), fjárhagsvottorð (t.d. frá Lín eða banka) um að þú getir fjármagnað dvöl þína í landinu. gilt vegabréf, passamyndir og vottorð um sjúkratryggingu frá Tryggingastofnun ríkisins. Ekki þarf sérstakt atvinnuleyfi til að vinna í Austurríki.

Húsnæði:

Það má reyna að sækja um vist á stúdentagörðum hjá ÖAD áður en haldið er utan. Þó er auðvelt að útvega sér húsnæði eftir að komið er til landsins.

ÖAD – Whonraumverwaltungs Gmbh, húsnæði í nokkrum stærstu borgum Austurríkis.

Österreichische Hochschüler Innenschaft,  Síða með linkum á Húsnæðisleitarsíður fyrir námsmenn víðsvegar um Austurríki.

Vienna Hostel listing.

Sjá einnig CasaSwap.com - International youth & student accommodation network. Hérna geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu.

Sendiráð:

 • Austurríska sendiráðið: Sølundsvej 1. DK-2100 Copenhagen Ø. Opið: 08:30-16:30 (mán.-fös.). Sími: (+45) 3929 4141. Fax: (+45) 3929 2086. kopenhagen-ob@bmeia.gv.atwww.bmeia.gv.at/kopenhagen
 • Consular and Visa Section: Svanemøllevej 7. DK-2100 Copenhagen Ø. Opið: 09:30-12:00 (mán.-fös.). Sími: (+45) 3929 4141.
 • Ræðismaður á Íslandi:  Orrahólar 5, IS-111 Reykjavík.  Sími: (+354) 557 5464. Farsími: (+354) 862 5116. arni-siemsen@simnet.is
 • Íslenska sendiráðið: Naglergasse 2/3/8, AT-1010 Wien. Afgreiðslutími: 09:00-16:00 (mán.-fös.). Sími: (1) 533 2771/72. Fax: (1) 533 2774. emb.vienna@mfa.iswww.iceland.org/at

Reynslusögur og tengiliðir

 • Saumaði fatnað fyrir óperuna í Gratz

  Snædís Ylfa Ólfasdóttir, nemi í kjólasaum og klæðskera í Tækniskólanum sem fékk Leonardo styrk árið 2011. Hún tók hluta af sínu starfsnámi á saumastofu í Austurríki, þar sem hún vann við að sauma búninga fyrir leikhús og óperu.
  Lesa nánar...
 • Lögfræði í Vín

  Gunnar Dorfi var í skiptinámi í 4 mánuði í Vínarborg. Þar lærði hann lögfræði með fólki alls staðar að úr heiminum.
  Lesa nánar...
Top