Danmörk

Staðreyndir um Damörku

Höfuðborg: Kaupmannahöfn
Tungumál: Danska
Gjaldmiðill: Dönsk króna
Fólksföldi: Rúmlega fimm og hálf milljón

Danmörk er það land sem flestir Íslendingar kjósa að fara til. Í Danmörku eru átta opinberir háskólar sem eru staðsettir víðsvegar um landið, auk þess sem starfræktar eru fjölmargar stofnanir sem bjóða upp framhaldsmenntun. Háskólarnir átta er:

Skólakerfið

Að sækja um

Hér er krækja á bækling á ensku um danska skólakerfið. 

Í grunnnám er umsóknarfrestur 15. mars ár hvert.

Sótt er um í gegnum KOT umsóknarkerfið. Það er aðgengilegt á vefsíðunni optagelse.dk undir “Sög videregående uddannelse” – “Ansög uden login”. Hægt er að sækja um allt að 8 námsleiðir.

ATH. prenta þarf út fyrsta blað umsóknarinnar og skrifa undir það og senda í pósti. Það verður að vera komið í hendurnar á dönsku stofnuninni í síðasta lagi kl. 12.00 að dönskum tíma þann 15. mars. Það er núna hægt að senda inn blaðið í tölvupósti. Hér má finna lista netfanga háskóla. Ef þú getur ekki fundið netfangi fyrir háskólann sem þú ert að sækja um þá þýðir það að þú verður að senda í pósti.  ATH Póststimpillinn er ekki nóg.

Danskar leiðbeiningar með KOT umsókn

Aðgangskröfur

Í Eksamenshåndbogen finnur þú hvað þarf margar einingar í einstökum fögum, og hvernig íslenskar einkunnir eru í samanburði við danskar einkunnir. Veljið “Lande og eksaminer” og veljið “Island” af fellilista. Síðan er valið “Fagniveauer” fyrir einingafjölda og “Karakter” fyrir einkunnir. Sjá einnig þarna undir “Bonus” um þá sem sækja um innan tveggja ára frá lokum stúdentsprófs. Einnig getur verið nytsamlegt að skoða “Ordliste”. Athugið einnig að í sumum háskólum eru nú gerðar kröfur um vissa lágmarkseinkun í sumum fögum, jafnvel þó sótt sé um samkvæmt kvóta 2 (þar sem tekið er tillit til vinnu eða annarra þátta). Nauðsynlegt er að kynna sér þetta á vefsvæði viðkomandi námsbrautar.

Hér má einnig sjá skjal frá Háskólanum í Árósum með norrænum samanburði einkunna uppsettan á einstaklega skýran hátt.

Hér eru krækjur á nokkra helstu háskóla Danmerkur þar sem hægt er að sjá hvaða kröfur eru gerðar til íslenskra stúdenta:

Hér eru svo upplýsingar um hvernig hægt er að taka próf í dönsku fyrir útlendinga (Studieprøven).

Í sumum fögum er hægt að hefja nám bæði á haustönn og vorönn, en í flestum tilvikum er samt aðeins einn umsóknarfrestur. Bendum á að nauðsynlegt er að skoða vel skóla sem sótt er um, varðandi aðgangskröfur, hvað á að fylgja umsókn o.s.frv.

Í listnám eru oft sérstök inntökupróf eða verkefni/verk/möppur sem eiga að fylgja umsókn. KOT umsóknirnar eru ekki notaðar í listnám í stóru listaháskólana og tónlistarskólana. Í það nám er sótt um beint til viðkomandi skóla. Þó er KOTIÐ notað í arkitektanámið og designer námið.

KOT – hovedtal tölulegar upplýsingar um umsóknir og inntöku í danska háskóla. Mjög gagnlegt til að athuga möguleika á að komast inn í viðkomandi nám.

Umsóknafrestur um framhaldsnám er misjafn á milli skóla.

Einnig er misjafnt hvað beðið er um af gögnum og aðgangskröfur geta verið mjög misjafnar á milli skóla og jafnvel milli faga innan sama skólans. Því er um að gera að kynna sér þetta vel og gefa sér góðan tíma.

Námsgráður

Fyrsta háskólagráða er Bachelor gráða en framhaldsnámið kallast Kandidatsstudium (til mastersgráðu).

Skólagjöld

Skólagjöld eru yfirleitt engin í ríkisháskólana í Danmörku. Stundum eru innheimt skólagjöld í nám kennt á ensku, en þá eru Norðurlönd og Evrópusambandslöndin undanþegin. 

Hvað er í boði?

Leit að námi

UdannelsesGuiden.dk – leitarvél, leit að námi á á öllum skólastigum. Til þess að leita að háskólanámi er valið “Til dig der vil ind på en videregående uddannelse”  og valið síðan “Studievælgeren”. Þar er síðan valið fagsvið, t.d. “Biologi, kemi, natur”. Ýtir svo á “Frem” og þá koma möguleikar í námi innan þessara faga.


StudyinDenmark.dk Upplýsingasíða um nám í Danmörku, á ensku.

Studentum.dk Leitarvél um allt mögulegt nám eftir skyldunám, mjög góð leitarsíða.

Tónlistarnám í Danmörku - yfirleitt sótt um beint til viðkomandi skóla. Gjarnan inntökupróf.
KOT – hovedtal - tölulegar upplýsingar um umsóknir og inntöku í danska háskóla. Mjög gagnlegt til að athuga möguleika á að komast inn í viðkomandi nám.

Nám á ensku

Study in Denmark, velja “Study Programmes” efst til hægri.

LÍN

Lánasjóður íslenskra námsmanna

SU – danskir námsstyrkir 

Til að eiga rétt á SU þarf að uppfylla viss skilyrði. Til dæmis verður einstaklingur að vera á vissum aldri eftir því hvað hann ætlar að læra og menntunin verður að vera viðurkennd innan SU kerfisins, taka virkan þátt í náminu og vera danskur ríkisborgari svo eitthvað sé nefnt. Sjá nánar um skilyrðin hér.

Erlendir ríkisborgarar geta sótt um undanþágu frá þessum reglum. Til dæmis ef einstaklingur hefur verið starfandi í Danmörku í vissan tíma. Þó er mikilvægt að lesa sér til um almennar kröfur til erlendra ríkisborgara sem sækja um námsstyrk, því það þarf að uppfylla fleiri kröfur en bara vinnuskylduna.

Sjá nánar um erlenda ríkisborgara

Undanþága fyrir ríkisborgara frá ESB-löndum eða EES-löndum

Nú er sem sé nýlega fallinn dómur þar sem túlkun Dana á reglum um námsstyrki var dæmd ólögleg og þýðir, að því er virðist, örlítið víðari túlkun á reglunum.

Íslendingar geta samkvæmt eftirfarandi upplýsingum sem finna má hér sótt um að vera metnir til jafns við danska ríkisborgara út frá Evrópusambandsreglum, sem gilda einnig fyrir EES-lönd.

Samstarfsmaður okkar í Danmörku hafði sökkt sér aðeins nánar í þetta og segir eftirfarandi:

Þetta virðist snúast um að áður neitaði Danmörk þeim manneskjum um SU sem komu til Danmerkur í þeim tilgangi að fara í nám. Jafnvel þótt viðkomandi hafi unnið í Danmörku áður en námið hófst. Þetta er óleyfilegt samkvæmt dómnum. Dæmi: Ef einstaklingur ætlar að hefja nám í Danmörku í september en flytur til Danmerkur í júní og vinnur í sumarfríinu. Þessir einstaklingar hefðu ekki átt rétt áður en núna segir dómurinn að það sé röng túlkun á reglunum.

Þó má líka bæta við að LÍN vinnur út frá reglum um að fólk eigi ekki að geta átt rétt í tveimur af Norðurlöndunum, sjá hér að neðan. Þeir tala um að þetta séu samnorrænar reglur en ég þori ekki að fullyrða hvort SU fari eftir þeim.

Sjá reglu VI:

http://lin.is/lin/UmLIN/Log_og_reglur/uthlutunarreglur.html#jump6

SU er vinsælt mjög meðal Íslendinga. Það eru núna um 1000 Íslendinga í Danmörku sem fá SU í staðinn fyrir LÍN. Þú getur lesið meira um reynslu þeirra hér.
Á heimasíðu, Halló Norðurlönd, geturðu einnig lesið um námsstyrki í Danmörku
Undanþága frá ábyrgð: Upplýsingaþjónustan Halló Norðurlönd tekur ekki lagalega ábyrgð á svörum sem gefin eru, í þeim kunna að leynast villur og þau kunna að hafa úrelst. Upplýsingarnar eru almennar. Ef þörf er á nánari upplýsingum um ákveðin mál er fólki bent á að hafa samband við viðeigandi yfirvöld.

Styrkir

Hagnýtar upplýsingar

Að flytja til

 • Að skrá sig inn í landið

Þegar flutt er til Danmerkur flytja menn lögheimi sitt með sér.  Skráning í Danmörku fer fram á „folkeregisteret“ (deilir stundum húsi með skattstofunni í viðkomandi borg). Sex vikum eftir skráningu gerist maður sjálfkrafa meðlimur í sjúkrasamlaginu og getur valið sér heimilislækni.

 • Tungumálið og námskeið

LÍN lánar ekki til náms í dönsku. Málið reynist mörgum erfitt í fyrstu svo mjög gott er að byrja á að fara á dönskunámskeið. Hægt er að komast á slík námskeið með litlum fyrirvara.

 • Húsnæði

Á stúdentagörðum er tekið tillit til fjölskyldustærðar við meðhöndlun umsókna og hefur barnafólk forgang. Hefja má húsnæðisleit um leið og sótt er um skóla. Á mörgum stöðum er þó ekki tekið við umsóknum of snemma. Best er að gúggla “kollegiernes kontor” og nafn viðkomandi borgar. Erfiðast er að komast inn á stúdentagarða í Kaupmannahöfn. Heimasíða fyrir stúdentagarða er að finna á Ungdomsboliger.  Setja verður tryggingu (depositum) fyrir skemmdum á herbergjum og íbúðum og samsvarar hún oftast eins til tveggja mánaða leigu. Ekki þarf að einskorða íbúðaleit við stúdentagarða. Leigufélög (boligforeninger) eru mörg og bjóða ágætar íbúðir til leigu. Hjá þeim þarf þó að sækja um með minnst hálfs til eins og hálfs árs fyrirvara því biðlistar eru langir og því heppilegra að byrja á stúdentagörðum og flytja sig síðar um set. Hinn almenni leigumarkaður er mjög erfiður sérstaklega í Kaupmannahöfn. Leigjendur geta fengið leiguuppbót (boligsikring) sem getur numið háu hlutfalli af leigu allt eftir félagslegum aðstæðum leigjenda.
Á skrifstofu SÍNE fást upplýsingar um stúdentafélög og leigufélög víðs vegar um Danmörku. Einnig er að finna gagnlega tengla á heimasíðu SÍNE. Sjá nánar vefföng hér að neðan.

 • Félagslegar aðstæður

Sex vikum eftir skráningu í landið ganga menn sjálfkrafa inn heilbrigðiskerfi sem er mjög svipað því sem er á Íslandi, nema mun ódýrara. Heilsugæsla er ókeypis og tannlæknaþjónusta er niðurgreidd að nokkru, mismunandi eftir því hvað gert er. Vegna biðtímans er rétt að taka með sér vottorð E-104 frá Tryggingastofnun ríkisins.
Segja má að það sé gott fyrir barnafólk að stunda nám í Danmörku. Barnaheimilispláss fást en mjög erfitt er að koma börnum undir 15 mánaða aldri inn. Allt tekur þó sinn tíma og ef barn hefur verið á dagvistarstofnun eða á biðlista á Íslandi er vert að hafa með sér gögn um það. Fylgið umsóknum fast eftir. Kostnaður fer eftir tekjum. Námslán frá Íslandi teljast ekki til tekna, þau eru lán. Niðurgreiðslur fara í gegnum „Social og Sundhedsforvaltningen“.
Börn á skólaaldri þarf að tilkynna til viðkomandi hverfisskóla og þá fá þau inngöngu. Í hverju hverfi eru tómstundaheimili (fritidshjem) þar sem börn geta dvalið utan skólatíma við alls kyns tómstundir, gjald fer eftir tekjum foreldra.

Reynslusögur og tengiliðir

 • Hvernig nær Ísland samkeppnisforskoti sem þjóð ef mannauðurinn er ekki til staðar?

  Að fá að sækja sér menntun í öðru landi en heimalandi eru forréttindi. Aukin þekking og reynsla við að búa í öðru landi skilar sér í sterkari og víðsýnni einstaklingi. Það þarf vart að nefna að ávinningur menntunar er því samfélagslegur og eykur lífsgæði landsmanna. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) hefur það að markmiði að veita […]
  Lesa nánar...
 • Flutningar á milli Norðurlanda – þegar upp koma alvarleg veikindi eða slys.

  Flutningar á milli Norðurlanda – þegar upp koma alvarleg veikindi eða slys. Norrænt samstarf Norræna samstarfið er eitt umfangsmesta svæðasamstarf í heimi. Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð eiga aðild að samstarfinu, auk sjálfstjórnarsvæðanna Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Norræna samstarfið er pólitískt, efnahagslegt og menningarlegt og hefur mikið vægi í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Í […]
  Lesa nánar...
 • Ingibjörg Ferrer – Kaospilot nám

  1. Hvað kom til að þú valdir að fara í nám erlendis? Í fyrsta lagi valdi ég að fara í Kaospilotinn vegna þess að þetta var svo spennandi nám, mjög frábruðið því sem ég hafði áður kynnst. Námið er staðsett í Árósum, Danmörku og er byggt á fjórum stoðum, skapandi leiðtoga-, verkefnastjórnunar, viðskiptafræðis og ferlisstjórnunar […]
  Lesa nánar...

Tenglar

Top