Frakkland

Staðreyndir um Frakkland

Íbúar: 64 milljónir
Tungumál: Franska
Gjaldmiðill: Evra
Höuðborg: París

Frakkland eða Lýðveldið Frakkland, (République française eða France) er land í Vestur-Evrópu sem nær frá Miðjarðarhafi í suðri að Ermarsundi í norðri og frá Rín í austri að Atlantshafi í vestri. Vegna lögunar landsins gengur það oft undir heitinu „sexhyrningurinn“ (fr. Hexagone) hjá Frökkum sjálfum. Franska ríkinu tilheyra einnig landsvæði í Norður-Ameríku, á Antillaeyjum, í Suður-Ameríku, í Indlandshafi, í Kyrrahafi bæði norðan og sunnan miðbaugs og á Suðurskautslandinu.

Skólakerfið

Að sækja um

Inntökuskilyrði í háskóla er stúdentspróf sem er samsvarandi franska Baccalauret (Bac).

Í grunnnám er sótt um í gegnum vefinn Admission Post Bac. Umsóknarfrestur er frá 20. janúar til 20. mars. Hægt er að sækja um margar námsleiðir í einu og þá er það hinn væntanlegi námsmáður sem raðar möguleikunum í eigin forgangsröð. Hægt er að breyta umsókn til 10. júní. Mjög greinargóðar upplýsingar eru á þessum vef um hvernig fara skal að, hvaða gögn eru nauðsynleg, hvernig hægt er að breyta umsókn og hvenær má búast við svari.

Í meistaranám er sótt beint um til viðkomandi skóla og umsóknafrestur er mismunandi frá einum skóla til annars.

Skólaárið er yfirleitt frá október- júní.

Námsgráður

Í Frakklandi eru bæði ríkisreknir háskólar og einkareknir. Síðan eru hærra settir háskólar svokallaðir Les Grandes Ecoles, sem eru aðallega innan verkfræði- og viðskiptagreina. En Frakkland státar m.a. af viðskipta- og tækniháskólum sem þykja meðal þeirra bestu í heimi.

Auk þess eru margir skólar á háskólastigi, sem bjóða upp á tveggja ára starfsmenntun á háskólastigi Les Sections de Techniciens Superieurs (STS). Les Instituts Universitaires de Technologie (IUT) bjóða upp á tæknimenntun, sem er tveggja ára nám á háskólastigi. „LMD” kerfið (Licence / Master / Doctorat):

  • „Licence” (jafngildir Bachelor) er tekið á þremur árum. „Licence généraliste” er fyrir nemendur sem vilja stunda mastersnám, og „Licence professionnelle” fyrir þá sem vilja fara beint í vinnu.
  • „Master” er lokið á 2 árum til viðbótar við Licence. Það er hægt að taka „Master professionnel” ífaglegum tilgangi, eða „Master recherche” fyrir þá sem vilja vinna við rannsóknir.
  • „Doctorat”, eða Doktorsnám, tekur u.þ.b. 3 ár til viðbótar við Master.

 

Skólagjöld

Skólagjöld eru ekki í ríkisháskólana en innritunargjald er á bilinu 300 – 800 evrur. Í einkaskóla eru skólagjöld yfirleitt há.

Hvað er í boði?

Leit að námi

Campus france - Upplýsinga- og leitarvél ætluð erlendum stúdentum sem vilja nema í Frakklandi. Nám í Frakklandi - Leitarvél, möguleiki að leita eftir námsgreinum. Velja “Atlas de formations” og síðan “Atlas du superieur” fyrir háskólastig og “Atlas des formations du secondaire” fyrir lægri skólastig (starfsnám t.d.).  Síðan er valið:

  • “Domaine” (eftir námsgreinum)
  • “Niveau d´étude” (nám á tilteknu stigi)
  • “Etablissements” (menntastofnanir)

Stages Emplois – hægt að leita eftir starfsheitum í stafrófsröð. Gefur upplýsingar um hinar ýmsu línur innan starfsins og hvar megi læra það. La maison des universités, góð síða um háskóla í Frakklandi. París - tengingar við skóla og menntastofnanir í París Etudiant de Paris - heimasíða fyrir námsmenn í París

Listaháskólar:

Centre nationales des arts plastiques Listaháskólar í Frakklandi   CampusArt

Nám á ensku

Frakkar hafa í gegnum tíðina verið þekktir fyrir að hafa litla tungumálakunnáttu fyrir utan sína ylhýru frönsku. Lítið hefur verið hægt að finna af námi kenndu á ensku, en undanfarin ár hefur mikið fjölgað námsleiðum kenndum á ensku og nú er að finna u.þ.b. 500 námsleiðir á ensku í frönskum háskólum, aðallega mastersnám en einnig eitthvað í grunnnámi.

Hérna er hægt að finna nám kennt á ensku í Frakklandi. Velja “Choose a Program” (undir Studying in France”) og velja síðan til vinstri “Programs taught in English”.

LÍN

Mikilvægt er að hafa góða frönskukunnáttu til þess að ráða við nám í Frakklandi. Lánasjóður ísl. námsmanna veitir framfærslulán eina önn til að læra frönsku, ef viðkomandi ætlar í áframhaldandi nám í landinu.

Franska fyrir útlendinga við franska háskóla og aðra skóla sem teljast “viðurkenndir” og eru líklega lánshæfir.

Styrkir

Hagnýtar upplýsingar

Að flytja til

Dvalarleyfi: Frakkland er á Evrópska efnahagssvæðinu og þá gilda eftirfarandi reglur:
Þegar komið er út þarf að skrá sig inn í landið. Þá er mikilvægt að hafa með sér vottorð um skólavist (acceptance letter) og fjárhagsvottorð (t.d. frá Lín eða banka) um að þú getir fjármagnað dvöl þína í landinu. Einnig er mikilvægt að hafa með sér Evrópska sjúkratryggingakortið eða aðra viðurkenningu frá Tryggingastofnun ríkisins um sjúkratryggingu. Auk þess þarf að hafa með sér gilt vegabréf. Eftir 6 mánaða dvöl færðu síðan sömu réttindi og heimamenn varðandi sjúkratryggingu. Ekki þarf sérstakt atvinnuleyfi til að vinna í öðru EES landi. Húsnæði: Það getur verið erfitt að komast inn á stúdentagörðum í Frakklandi, sérstaklega í París þar sem aðeins 2000 íbúðir eru í boði fyrir 300.000 námsmenn. Bæði franskir og erlendir námsmenn þurfa því að finna leiguhúsnæði á almennum markaði. Í öðrum borgum en París er bæði auðveldara að finna húsnæði og ódýrara. Erlendir námsmenn eiga eins og Frakkar rétt á húsaleigubótum frá franska ríkinu. Frekari upplýsingar um þær er að finna á heimasíðu CAF www.caf.fr. Sjá einnig CasaSwap.com - International youth & student accommodation network. Hérna geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu. Sendiráð:

  • Franska sendiráðið: Túngata 22, IS-101 Reykjavík. P.O.Box 1750, IS-121 Reykjavík.Opið: 09:00-17:30 (mán.-fim.), 09:00-16:30 (fös.). Sími: (+354) 575 9600. Fax: (+354) 575 9604. ambafrance@ambafrance-is.orghttp://www.ambafrance-is.org/. Neyðarnúmer utan skrifstofutíma: (+354) 898 4531.
  • Menningardeild: Sími: (+354) 575 9615. Fax: (+354) 575 9604.
  • Íslenska sendiráðið: 52, Avenue Victor Hugo, FR-75116 Paris. Afgreiðslutími: 09:30-17:00 (mán.-fös.). Sími: 1 4417 3285. Utan afgreiðslutíma (neyðarsími): 6 0863 5457. Fax: 1 4067 9996. emb.paris@mfa.is.  www.iceland.org/fr

 

Reynslusögur og tengiliðir

Tenglar

Top