Rússland

Staðreyndir um Rússland

Höfuðborg: Moskva
Tungumál: Rússneska
Gjaldmiðill: Rúbla
Fólksfjöldi: 142.4 milljónir

Rússneska sambandsríkið (Росси́йская Федера́ция) eða Rússland (Росси́я, umritun: Rossíja) er víðfemt land í Austur-Evrópu og Norður-Asíu. Landið er það langstærsta að flatarmáli í heiminum, það er nánast tvöfalt stærra en Kanada sem er næststærst. Landið er einnig það sjöunda fjölmennasta í heiminum. Landið var áður mikilvægasta sambandslýðveldi Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði eftir upplausn þeirra árið 1991. Mest af landsvæði, mannfjölda og iðnaðargetu gömlu Sovétríkjanna var í Rússlandi og eftir upplausnina var það Rússland sem tók við þeirra stöðu í heiminum. Þó ekki sé það lengur sama risaveldið og áður, þá er Rússland enn þá stór þátttakandi í alþjóðastjórnmálum.

Skólakerfið

Að sækja um

Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á heimsíðu hvers háskóla, hjá einstaka háskóla þarf hafa samband  til að fá gögn send.  Sótt er um beint í viðkomandi skóla.  Nánari upplýsingar um umsóknir fást hjá einstökum skólum.

Kennsla fer oftast fram á rússnesku í ríkisreknum háskólum og þurfa erlendir nemar að þreyta inntökupróf í  rússnesku “Test of Russian as a Foreign Language (TRFL)” eða sitja námskeið í rússnesku fyrir útlendinga í viðkomandi háskóla. TRKI-1 er nauðsynlegt til að hefja nám í nokkrum fögum í háskóla en TRJI-2 er nauðsynlegt til að hefja nám til bachelor eða meistaragráðu. Frekari upplýsingar um prófin (á rússnesku) eru hér. 

Ef nemendur sækja um nám sem kennt er á ensku þurfa niðurstöður úr TOEFL (Test of English as a Foreign Language) að liggja fyrir.

Skólaárið er frá september – júní og skiptist í 2 misseri.  Haustmisseri er frá byrjun september – lok janúar og vormisseri frá febrúar til lok júní.

 • Listi yfir háskóla í Rússlandi
 • Háskólar í Rússlandi - tengingar við heimasíður skólanna. Velja “World listing” og síðan “Russian Federation”

Námsgráður

Rússneskar námsgráður heita:  Bachelor gráða  sem tekur um 4 ár ; Specialist’s gráða sem tekur 5-6 ár, og Masters gráða sem tekur 6 ár.  Bachelor- og Mastersgráður hafa nýlega verið teknar í gagnið í Rússlandi, þær voru ekki í boði á tímum Sovétríkjanna.  Jafnvel enn í dag eru þær ekki í boði í mörgum háskólum sem bjóða uppá 6 ára háskólanám.

Þegar Masters eða Specialist’s gráðu hefur verið náð getur nemandi sótt um inngöngu í háskóla til að taka framhaldsnám sem er samsvarandi doktorsgráðu (Ph.D.) í Bandaríkjunum.  Fyrsta stig þessa framhaldsnáms heitir “aspirantura”.  Þegar nemandi hefur útskrifast má hann halda áfram í framhaldsnáminu, 4 ár munu færa nemandanum doktorsgráðu.

Skólagjöld

Greiða þarf skólagjöld í háskólana sem er mismunandi eftir deildum og háskólum.  Dæmi:  Skólagjöld í Moscow State University eru frá 4000$ – 8000$ 

Hvað er í boði?

Leit að námi

Leitarvél á ensku yfir háskólanám í Rússlandi

Study In Russia - Upplýsingasíða um nám í Rússlandi á ensku

Á vefsíðunni www.coursesinrussia.com er tenging við gagnagrunn um háskólanám í Rússlandi sem hægt er að stunda á vefnum. Námið fer fram á ensku. Þar má finna nám í t.d. hagfræði, sögu, tölvunarfræði, stjórnun og samfélagsfræðum. 20 rússneskir háskólar hafa sett efni á vefinn og lögð er áhersla á að það sé aðgengilegt og auðskiljanlegt. Einnig er boðið upp á efni sem gefur innsýn í lífið í Rússlandi og samskipti Rússa við aðrar þjóðir.

Nám á ensku

Lang oftast er kennt á rússnesku í rússneskum háskólum þó hægt sé að finna nám á ensku. Athugið þó að yfirleitt er það umtalsvert dýrara en nám á rússnesku.

Tungumálaskóli (kennt á ensku)

Leitarvél að námi á ensku

BA nám á ensku  í Moskvu

Rússneskt nám á vefnum

LÍN

Lánasjóður íslenskra námsmanna

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði.

 

Styrkir

Hagnýtar upplýsingar

Að flytja til

Dvalarleyfi:

Sækja þarf um dvalarleyfi/visaáritun í rússneska sendiráðið Garðastræti 33, 101 Reykjavík.

Húsnæði:

Student Accomodation Russia 

Sjá einnig CasaSwap.com - International youth & student accommodation network. Hérna geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu.

Sendiráð:

 • Sendiráð Íslands (Pasolstvo Islandii). Khlebnyi Pereulok 28, RU-115 127 Moscow. Afgreiðslutími: 09:00-17:00 (mán.-fös.). Sími: (495) 956 7604. Fax: (495) 956 7612. emb.moscow@mfa.iswww.iceland.org/ru
 • Sendiráð Rússlands: Garðastræti 33.IS-101 Reykjavík. P.O. Box 380, IS-121 Reykjavík. Opið: 08:00-12:00 og 13:00-17:00 (mán.-fim.); 08:00-12:00 og 13:00-15:45 (fös.). Sími.: (+354) 551 5156; (+354) 561 0659. Fax: (+354) 562 0633. russemb@itn.is.

   

 

Reynslusögur og tengiliðir

 • Ferðasaga frá Rússlandi – Hildur Helga Sigurðardóttir

  Ferðasaga frá Rússlandi Höfundur: Hildur Helga Sigurðardóttir „Hvernig datt þér í hug að læra rússnesku?“ er sennilega sú spurning sem ég hef fengið oftast á síðustu árum. Af einhverjum ástæðum þykir fólki furðulegt að langa að kunna rússnesku, þrátt fyrir að rússneska sé það móðurmál sem flestir tala í Evrópu, en um það bil 144 […]
  Lesa nánar...

Tenglar

Top