Slóvenía

Staðreyndir um Slóveníu

Höfuðborg: Ljubliana
Tungumál: Slóvenska
Gjaldmiðill: Evra
Fólksfjöldi: U.þ.b. 2 milljónir

Slóvenía liggur í hjarta Evrópu. Þó svo landið sé ekki stórt að flatamáli er landslagið fjölbreytt og stórbrotið. Fjallendið einkennist af köldum vetrum og heitum sumrum en við strandlengjuna er miðjarðarhafsloftslag með mildum vetrum og mjög heitum sumrum. Slóvenía í sinni núverandi mynd er ungt. En landið öðlaðist sjálfstæði frá Júgóslavíu árið 1991. Slóvenía eru meðlimur af Evrópusambandinu, NATO og þeir eru einnig þáttakendur í Schengen sáttmálanum og evrusamstarfinu.

Opinber tunga í landinu er slóvanska sem er slavneskt tungumál. En á vissum svæðum er ítalska og ungverska einnig opinber tungumál samhliða slóvönsku.

Í Slóveníu er  mikið menningarlíf og finnast söfn, bókasöfn og gallerí vítt og breytt um landið. Þess má geta að engin Evrópuþjóð (miðað við höfðatölu) prentar jafn mikið af bókum.

Skólakerfið

Að sækja um

Það opnar fyrir umsóknir í grunnnám (bachelor) í febrúar-mars. Þú færð svar um inngöngu í lok júní. Farið er yfir umsóknir í maí eða júní.

Frestir í mastersnám fer eftir hverjum stað fyrir sig. Opnað er fyrir  umsóknir frá júní til september. Upplýsingar um einstaka fresti sækir þú til skólanna sjálfra.

Námsgráður

Skólaárið er frá 1. október til 30. september og skipti í vetrarönn og sumarönn. Prófin eru yfirleitt í janúar, júní og september. Slóvenía er partur af Bologna ferlinu. Námsgráður á háskólastigi í Slóveníu eru:

  • Diplomirani (UN): slóvönsk bachelorgráða, þriggja til fjögurra ára nám (180 til 240 ECTS einingar).
  • Magister: Slóvönsk meistaragráða eitt til tveggja ára nám (60 til 120 ECTS einingar).
  • Doktorat znanosti, Slóvönsk doktorsgráða, þriggja ára nám (180 ECTS einingar).

Skólagjöld

Í opinbera skóla eru ekki skólajöld fyrir meðlimi Evrópusambandsins og EFTA. Hins vegar gæti verið krafst einhvers konar innritunargjalds líkt og í Háskóla Íslands.  Hins vegar gæti verið krafist gjalds fyrir doktorsnám.

Hvað er í boði?

Leit að námi

Í Slóveníu eru fimm háskókar (Univerza). Þrír af þeim eru opinberir háskólar og eru í höfuðborginni Ljubliana og í Maribrg og Primorska. Einkaháskólarnir eru hins vegar í Novo Gorica og Portoroz. Elstur þeirra er háskólinn í Ljubliana en hann hefur verið starfræktur síðan 1919.

Hagnýtar upplýsingar

Að flytja til

Námsmenn geta fengið hjálp við íbúðarleit í Ljubliana hjá Student Service (a.t.h. síðan er á slóvönsku). Bæði í Ljubliana og Maribor er skortur á stúdentagörðum og íbúðum því þurfa stúdentar að finna sér sjálfir íbúðir. Oft er hægt að finna auglýsingar fyrir herbergi í þarlendum dagblöðum.

Erfiðast er að finna íbúð í kringum september – oktober, því er sniðugt að hefja íbúðaleitina í tíma.

Reynslusögur og tengiliðir

Tenglar

Top