Spánn

Staðreyndir um Spán

Höfuðborg: Madrid
Tungumál : Spænska, katalónska, baskneska og galíska
Gjaldmiðill: Evra
Fólksfjöldi: Um 45 milljónir

Konungsríkið Spánn er staðsett á Íberíuskaga í Suðvestur-Evrópu. Portúgal liggur að landinu að vestan og Frakklands að austan. Syðst á Spáni er kletturinn Gíbraltar, sem er lítið landsvæði undir yfirráðum Breta.

Stærstu borgir Spánar eru höfuðborgin, Madríd og Barselóna. Í Madríd búa um 5,5 milljónir manna og tæpar fimm milljónir í Barselóna. Spánn er fornfrægt menningarríki. Arabar og Berbar lögðu hluta af Spáni undir sig á miðöldum og voru þar kallaðir Márar. Miklar minjar eru um dvöl þeirra á Spáni, meðal annars Alhambrahöllin. Barselóna þykir mjög athyglisverð fyrir nútímabyggingarlist og ber þar helst að nefna Antonio Gaudí en byggingar hans eru víða í borginni.

Spánn var einræðisríki undir stjórn Franciscos Franco einræðisherra frá 1939 til 1975. Jóhann Karl 1. var konungur Spánar frá 1975 til 2014. Núverandi konungurinn er Filippus 6.

Á Spáni fer kennslan meira og minna fram á spænsku, margir háskólar bjóða því upp á tungumálakúrsa á sumrin áður en kennsla hefst. Íslendingum mega vinna á Spáni en atvinnuleysi í landinu er mikið.

Spánn skiptist í 17 sjálfstæð fylki og getur verið nokkur munur á því hvernig framhaldsnám er skipulagt og stjórnað í hverju fylki fyrir sig. Fylkin og höfuðborgir þeirra eru eftirfarandi:

 • Galisía – Santiago de Compostela
 • Asturías – Oviedo
 • Kantabría – Santander
 • Baskaland  - Bilbao
 • Navarra – Pamplona
 • La Rioja - Logroño
 • Aragón – Zaragoza
 • Katalónía – Barselóna
 • Baleares eyjar – Palma (á Mallorca)
 • Kanaríeyjar – Santa Cruz á Tenerife
 • Valencia – Valencia
 • Murcia – Murcia
 • Andalúsía – Sevilla
 • Castilla y León – Valladolid
 • Comunidad de Madrid – Madríd
 • Castilla la Mancha – Toledo
 • Extramadura – Mérida

 

Skólakerfið

Að sækja um

Skólaárið er frá  október – júní

Umsóknarferli:  Byrja á að skrifa til þess skóla sem áhugi er á og biðja um upplýsingar og umsóknareyðublöð. Lokaumsókn þarf að vera komin til háskólans í júní. Þeir sem ætla í byrjunar háskólanám á Spáni þurfa að taka inntökupróf (Selectividad), en það eru sérstök próf í hverri grein, nánari upplýsingar fást hjá sendiráði Spánar í Osló eða hjá Universided Nacional de Educación a Distance (UNED). Selectividad er ekki spænskupróf, en nauðsynlegt er að hafa góða undirstöðu í spænsku til að ná prófinu.

Námsgráður

Grunnnám á háskólastigi eru 240 ECTS og er skipt upp í fjóra 60 eininga hluta.

Framhaldsnámi er eitt – tvö ár og líkur með masters prófi.

Doktorsnám er þrjú til fjögur ár.

Skólagjöld

Skólagjöld í ríkisháskólana eru um 400 – 600 evrur á ári fyrir grunnnám. Gera má ráð fyrir mun hærri skólagjöldum í mastersnám. Í einkaskóla eru gjöldin á bilinu 3000 til 50.000 evrur á ári.

Hvað er í boði?

Leit að námi

Háskólar á Spáni - Best að byrja á að velja – Educacion superior universitaria ->Que estudiar y donde ->Consulta on-line de la oferta de titulos.
Leit að námi á Spáni - ágæt leitarsíða á ensku um nám á Spáni.
Universia España - upplýsingar á ensku. Velja fyrst þann skóla sem óskað er eftir upplýsingum um, þær koma á 5 tungumálum m.a. ensku.

Háskólar með listadeild (facultad de bellas artes)

Nám á ensku

Escuela de Administración de Empresas (EAE), Barcelona (Economics, finance, human resources, law,management,operations,marketing,new technology, language.)
Escuela de Alta Dirección y Administración (EADA), Barcelona (ýmsar greinar)
Escuela Superior de Administratión y Dirección de Empresas (ESADE), Barcelona og Madrid (kennir aðallega MBA og annað viðskiptatengt mastersnám.)
IESE business school, Barcelona og Madrid (aðallega MBA)
ESADE – viðskipta- og lögfræði

Styrkir

Hagnýtar upplýsingar

Að flytja til

Takmörk enskunar eru skýr þegar komið er til Spánar. Því er mikilvægt að læra að minnsta kosti undirstöðu atriði tungumálsins.  Lín lánar fyrir tungumálanámi sé það undirbúningur fyrir frekara námi í samalandi. Reglurnar eru eftirfarandi:

 • Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu.
 • Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði.

Hér er listi (ekki tæmandi) yfir spænsku nám fyrir útlendinga á Spáni:

Stúdentagarðar/húsnæðismiðlanir

CasaSwap.com - International youth & student accommodation network. Hérna geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu.

Reynslusögur og tengiliðir

Top