Svíþjóð

Staðreyndir um Svíþjóð

Höfuðborg: Stokkhólmur
Tungumál: Sænska
Gjaldmiðill: Sænsk króna
Fólksfjöldi: tæpar 10 milljónir

Í Svíþjóð búa tæplega 9 milljónir manna og er það því fjölmennast af Norðurlöndunum. Landið skiptist í 21 lén (län). Höfuðborgin er Stokkhólmur, aðrar stórar borgir eru Gautaborg, Uppsala og Malmö. Talsvert af Íslendingum hafa stundað nám í Svíþjóð. Sem vekur enga furðu landið er nálægt Íslandi í bæði landfræðilegum og menningarlegum skilningi. Nám í Svíþjóð þykir mjög gott.

Skólakerfið

Að sækja um

 • Skólaárið er frá lok ágúst eða byrjun september og er fram í júní, það skiptist í tvær annir, og eru próf í janúar og að vori.

Til að uppfylla aðgangskröfur fyrir sænskt háskólanám þarf annaðhvort að vera með ensku A eða B en það stendur til að breyta því í ensku 5 eða 6. Upplýsingar um sænska framhaldsskólakerfið má m.a. finna á antagning, universityadmissions eða studera.nu

Hér má finna þýðingu á íslensku framhaldsskólakerfi yfir á það sænska.
Til að mynda jafngildir enska A/5 9 íslenskum einingum en enska B/6 janfgildir 12 íslenskum einingum.
Umsóknarfrestur fyrir grunnnám (kandidatsstudium) í háskóla er 15. apríl fyrir haustmisseri og 15. október fyrir vormisseri. Athugið að mun færri námsleiðir eru í boði á vormisserinu.
Sótt er rafrænt um grunn- og framhaldsnám í gegnum Antagning.se í hægra horni. Umsóknarfrestur í nám kennt á ensku er stundum fyrr, getur verið í janúar. Fullt nám í eitt skólaár er 60 hp (högskolepoäng) og jafngildir 60 ECTS einingum.

Leiðbeiningar með umsóknareyðublaði 

 • Byrjið á að skapa konto (efst í hægra horni) .
 • Velja “Nej jag har inte svenskt personnummer” og fylla út.
 • Þegar búið er að fylla út upplýsingar um sig er ýtt á “Skapa konto” (passa sig að leggja “löseord” á minnið).
 • Núna getur þú farið að velja námsleiðir sem sækja skal um.
 • Mest er hægt að velja 20 námsleiðir.

Þær námsleiðir sem hægt er að sækja um eru með „Lägg till“ eða “Välj” hnapp. Ef hann birtist ekki er annað hvort ekki búið að opna fyrir umsóknir eða umsóknarfrestur er liðinn og ekki hægt að sækja um.

 • Síðan raðar þú þeim námsleiðum sem þú hefur valið í rétta forgangsröðun. Þ.e. það nám sem þú vilt helst fara í er númer eitt o.s.frv.
 • Þegar þetta er búið sendir þú inn umsókn rafrænt með því að ýta á “Skicka in”.
 • Fylgiskjöl eru send til: VHS antagningsservice, 833 82 Strömsund, Sverige. Skoða skal hverja námsleið fyrir sig til að sjá hvað skal fylgja umsókn.

Íslendingar (og aðrir á EES svæðinu) þurfa ekki að borga umsóknargjald sem er um 900 sænskar krónur. En nauðsynlegt er að sanna ríkisfang með því að senda staðfestinu um það.

Ef sótt er um nám kennt á ensku er farið inn á Antagning.se og valið “International students”. Reikna má með að taka þurfi Toefl próf. Athugið að umsóknarfrestur er oft í janúar fyrir nám kennt á ensku.

Til þess að fylgjast með umsókn sem búið er að senda inn er farið aftur inn á sínar síður með því að skrá sig inn “logga in”.

Námsgráður

Studera nu – leitarvél, hægt að leita eftir námsgreinum á háskólastigi.
Hefjið leit með því að velja ” Välj med Sök och jämför”.
Finna rétta fagið (muna að skoða líka undir “Visa fler”.
Síðan velur þú “Program” fyrir fullt nám og “kurser” fyrir einstök námskeið. “Förutbildning” (háskólabrú) er fyrir þá sem ekki hafa aðgangskröfurnar (oftast stúdentspróf).
Þá birtast allir háskólar sem kenna þetta fag (bæði í grunnámi – kandidatsnivå og í framhaldsnámi – masters nivå eða avancerad nivå.
Hægt er að velja námsleiðir sem maður vill skoða betur með því að ýta á “Lägg till”. Ef síðan er ýtt á “Jämför” er hægt að bera þær saman og sjá aðgangskröfur og fleira um þessar tilteknu námsleiðir.
Ef leitað er að fjarnámi er hakað við “Visa enbart distansutbildningar” .
Hversu margir sækja um og hve margir eru teknir inn í einstök fög velja “Statistik” (grunnnám), tölur frá VHS.

Skólagjöld

Engin skólagjöld eru fyrir íslenska stúdenta í opinbera skóla í Svíþjóð. Annað gildir hins vegar um einkarekna skóla.

Hvað er í boði?

Leit að námi

Studera nu - leitarvél, hægt að leita eftir námsgreinum á háskólastigi.

 • Hefjið leit með því að velja ” Välj med Sök och jämför”.
 • Finna rétta fagið (muna að skoða líka undir “Visa fler”.
 • Síðan velur þú  “Program” fyrir fullt nám og “kurser” fyrir einstök námskeið. “Förutbildning” (háskólabrú) er fyrir þá sem ekki hafa aðgangskröfurnar (oftast stúdentspróf).
 • Þá birtast allir háskólar sem kenna þetta fag (bæði í grunnámi – kandidatsnivå og í framhaldsnámi – masters nivå eða avancerad nivå.
 • Hægt er að velja námsleiðir sem maður vill skoða betur með því að ýta á “Lägg till”. Ef síðan er ýtt á “Jämför” er hægt að bera þær saman og sjá aðgangskröfur og fleira um þessar tilteknu námsleiðir.
 • Ef leitað er að fjarnámi er hakað við “Visa enbart distansutbildningar” .

Hversu margir sækja um og hve margir eru teknir inn í einstök fög  er hægt að sjá hér velja skal “Statistik” (grunnnám).

Studentum.se - góð leitarvél til þess að leita að m.a. iðnnámi og starfsnámi. Velja þá “Yrkesutbildning”. Yrkesutbildning er allt nám til starfsréttinda hvort sem það veitir rétt til að vera læknir, sjúkraþjálfi, barþjónn, endurskoðandi eða annað. Einnig hægt að leita að háskólanámi. KY stendur fyrir kvalificered yrkesutbildning.

Starfsnám – kvalificeret yrkesutbildning -   www.yhmyndigheten.se/

Sænskunámskeið í Svíþjóð

SYO.  Miklar almennar upplýsingar um nám í Svíþjóð, einnig með tengingum við nám í öðrum löndum.

Inetmedia.nu,  upplýsingasíða með öllu mögulegu m.a. menntun.  Hægt er að finna alla skóla, grunnskóla (grundskolor), menntaskóla o.fl.

Nám á ensku

Á síðunni Study in Sweden - má finna leitarvél þar sem hægt er að sjá allt það nám sem kennt er á ensku.

Styrkir

Hagnýtar upplýsingar

Að flytja til

1251604768_13aedea8df_b

Sjúkratryggingar:

Nokkrum íslenskum námsmönnum í Svíþjóð hefur frá því haustið 2012 verið synjað alfarið um aðgang að almannatryggingakerfinu þar í landi. Ástæða þessara synjana er sú að sænska tryggingastofnunin, Försäkringskassan, telur að túlka eigi reglur Evrópusambandsins um almannatryggingar sem svo að erlendir námsmenn teljist ekki búsettir í Svíþjóð. Námsmönnum hefur í þessum tilvikum verið gert að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem ósjúkratryggðir. Námsmönnum sem hefur verið synjað um sjúkratryggingar í Svíþjóð eru hvattir til að hafa samband við Sjúkratryggingar Íslands (international@sjukra.is). Nauðsynlegt er að afrit af synjun á sjúkratryggingu frá sænsku tryggingastofnuninni fylgi með ásamt staðfestingu á námi. Nánari upplýsingar um sjúkratryggingar námsmanna í Svíþjóð má finna á  Norden.org

Reynslusögur og tengiliðir

 • Nám í upptökustjórnun í Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi

  Viðtal við Hauk Hannes Reynisson Hvar stundaðir þú námið? Ég flutti til Svíþjóðar fyrst 2011 og hóf nám í tónsmíðum við Linneus háskólann í Växjö. Árið 2012 komst ég inn í nám í upptökustjórn í sama skóla og útskrifaðist með B.A. gráðu þaðan vorið 2015. Ég hóf svo nám í Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi haustið […]
  Lesa nánar...
 • Tónsmíðanám í Svíþjóð

  Arna Margrét Jónsdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands í tónsmíðum. Hún fór sem skiptinemi í Konunglega tónlistaháskólann í Stokkhólmi og kynntist þar mörgu nýju fólki og reynslan varð ógleymanleg.
  Lesa nánar...
 • Svíþjóð, Austurríki og Bangladess – Lóa Ingvarsdóttir segir frá

  Viðtal við Lóu Ingvarsdóttur um reynslu hennar af námi í Svíþjóð, Austurríki og Bangladess. 1. Hafðir þú alltaf stefnt á nám erlendis? Svona óbeint, ég hafði alltaf séð það sem spennandi kost og mér fannst það heillandi hugmynd að fá tækifæri til fara í nám og á sama tíma kynnast nýju tungumáli og menningu. 2. […]
  Lesa nánar...

Tenglar

Top