Ungverjaland

Staðreyndir um Ungverjaland

Höfuðborg: Búdapest
Tungumál: Ungverska
Gjaldmiðill: Forinta
Fólksfjöldi: 9.8 milljónir

Lýðveldið Ungverjaland (Magyarország) er landlukt ríki í Mið-Evrópu, rétt austan Alpafjalla. Það er rúmlega 93 þúsund km2 að stærð og voru vesturlandamærin að Austurríki jafnframt hluti járntjaldsins. Landið var fyrsta austurevrópska ríkið til að ganga í NATO í mars 1999. 1. maí 2004 fékk það inngöngu í Evrópusambandið. Margir Íslendingar hafa á undanförnum árum stundað nám í læknisfræði í Ungverjalandi.

Skólakerfið

Að sækja um

Í Ungverjalandi eru 18 ríkisháskólar (Egyetem), 12 aðrir skólar á háskólastigi (Föiskola) og nokkrir einkaskólar. Umsóknarferli eru mismunandi á milli skóla og sótt er um hvern skóla fyrir sig. Upplýsingar um umsóknarferlið má nálgast á heimasíðu viðkomandi skóla. Skólaárið hefst yfirleitt í september og því lýkur í maí.

Námsgráður

Flestir háskólarnir hafa þegar skipt námsgráðum í háskólunum skv. Bologna áætluninni, niður í Bachelor-, Master- og Doktorsgráður. Einnig eru nokkrir tækniskólar á háskólatigi sem vetira Technikusi Oklevel gráður.  Mikil ásókn er í háskólanám og kemst ekki nema um helmingur allra umsækjenda inn. Íslenskt stúdentspróf er nægilegur undirbúningur en í sum fög eru tekin inntökupróf.
Í Ungverjalandi eru bæði ríkisreknir og einkareknir, einkareknu háskólarnir eru bæði einkaskólar og trúarlegir skólar sem eru samþykktir af ríkinu.  Einingar eru gefnar upp í ECTS.

Einkunnir eru gefnar frá 1-5;

5 = Frábært
4 = Gott
3 = Viðunandi
2 = Lámarki náð
1 = Fall

Skólagjöld

Skólagjöld í Ungverjalandi eru há sé kennt á ensku, eða frá 1.3 milljónum til tveggja milljóna króna á ári.

Hvað er í boði?

Leit að námi

Listi yfir háskóla í Ungverjalandi
Háskólanám í Ungverjalandi - af síðu menntamálaráðuneytisins. Velja “Higher education” til vinstri og síðan “Higher education programmes”.
Hungary schools - háskólar, sumarskólar, tungumálanám o.fl.

Háskólar í Ungverjalandi  af moveonnet síðunni  - velja “Directory” -> “countries” -> velja land og síðan “list of institutions”

Nám á ensku

Nokkuð er um nám kennt á ensku í Ungverjalandi, t.d. læknisfræði, sálfræði, viðskiptafög, verkfræði o.fl.Hérna er að finna nám kennt á ensku: af síðu ungverska menntamálaráðuneytisins. Hér er einnig annar vefur með upplýsingum um nám á ensku.

Yfirleitt þarf að taka Toefl enskuprófið til að fá inngöngu í þetta nám. Einnig eru sérstök inntökupróf í heilbrigðiðsfög, s.s. læknisfræðina og dýralækningar.

University of Debrecen-Medical School, læknisfræði - Íslendingar sækja þennan skóla. Kennt er á ensku, skólagjöld eru um 16.000 Bandaríkjadollara á ári. Athugið sérstaklega að þetta er töluvert hærra en LÍN hefur lánað til. Sami skóli býður einnig sumarnám á háskólastigi á ensku í listgreinum og tungumálum.

LÍN

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði. Ekki er lánað til tungumálanáms til undirbúnings ef um er að ræða ensku, dönsku, norsku eða sænsku.

Styrkir

Hagnýtar upplýsingar

Að flytja til

Dvalarleyfi:

Sækja þarf um landvistarleyfi árlega og í fyrsta sinn innan þriggja mánaða eftir komu til landsins. Nauðsynlegt er að framvísa eftirfarandi gögnum:

 • vegabréfi
 • vottorði um skólavist
 • samningi um leigu á húsnæði sem vottað er tveim óvilhöllum aðilum. Ef búið er á stúdentagarð þarf þó ekki þessa votta
 • yfirlit yfir inneign á bankareikningi eða vottorð um námsstyrk
 • evrópska sjúkratyggingqarkortið
 • sérstök stimpilmerki (Illetékbélyeg) sem fást á pósthúsum að verðmæti 1.000 flórintur.

Húsnæði:

Stúdentaíbúðir og herbergi

Húsnæði í Debrecen

College International - Housing service, Húsnæði fyrir háskólanemendur í Ungverjalandi

Leigumiðlun í Búdapest

CasaSwap.com - International youth & student accommodation network. Hérna geta stúdentar í leit að húsnæði erlendis skráð sig í húsnæðisleit og einnig skráð sitt húsnæði til leigu eða skipta. Casa Swap er styrkt af Evrópusambandinu

Sendiráð:

 • Ungverskt sendiráð: Sophus Lies gate 3. NO-0244 Oslo. Opið: 08:00-16:30 (mán.-fim.); 08:00-14:00 (fös.). Sími: (+47) 2254 7640. Neyðarsími eftir lokun: (+47) 9244 7876. Fax: (+47) 2244 7693. mission.osl@mfa.gov.hu.
 • Consular Section: Opið: 10:00-12:00 (mán., mið., fös.).
 • Ræðismaður í Reykjavík: Brekkusel 22, IS-109 Reykjavík. Sími: (+354) 557 7952.
 • Íslenskt sendiráð: Sendiráðið í Vín annast sendiráðsstörfin. Sími: (+43-1) 533 2771. emb.vienna@mfa.is.
 • Ræðismaður í Budapest: Orbánhegyi út. 3, HU-1126 Budapest. Sími: (1) 488 0128. Fax: (1) 488 0127. iceconsul@izland.ehc.hu

Íslendingafélög: 

Hægt er að hafa samband við Félag Íslenskra Læknanema í Ungverjalandi á tölvupóstföngin ungverjaland@ungverjaland.com eða formadur@ungverjaland.com. Einnig er félagið með heimasíðuna www.ungverjaland.com og Facebook síðurnar “Íslendingafélagið í Debrecen” og “Verðandi nemar við háskólann í Debrecen”.

 

Reynslusögur og tengiliðir

 • Læknisfræði í Ungverjalandi

  Höfundur: Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir Býrð þú ekki í Ungverjalandi? Hvernig er það? Svona byrja nánast undantekningalaust allar samræður sem ég á við frænkur, frænda eða vinkonur mömmu, þegar ég sný aftur til Íslands í sumar- eða jólafrí. Fyrri spurningin er auðveldari, vissulega bý ég í Ungverjalandi, en svarið við þeirri seinni hefur stundum vafist fyrir […]
  Lesa nánar...
 • Nám í stórum listaháskóla í Ungverjalandi

  Viktor Örn og Unnur Ösp voru í 4 mánuði í Búdapest í Ungverjalandi þar sem þau lærðu grafíska hönnun.
  Lesa nánar...
Top