Lausir eru til umsóknar styrkir úr Thor Thors sjóðnum til háskólanáms í Bandaríkjunum skólaárið 2019 – 2020

Lausir eru til umsóknar styrkir úr Thor Thors sjóðnum til háskólanáms í Bandaríkjunum skólaárið 2019 – 2020. Umsækjendur skulu hafa lokið (eða ljúka vorið; 2019) námi til fyrstu gráðu háskólastigs (B.A., B.Sc., B.Ed. eða sambærilegri gráðu). Styrkhæft nám skal allt fara fram í Bandaríkjunum. Styrkirnir eru veittir framúskarandi umsækjendum sem hafa staðfestingu fyrir skólavist í bandarískum háskóla.

 

Styrkirnir eru veittir til eins árs. Í fjárhagsáætlun umsóknarinnar þarf að sýna fram á þörf fyrir styrk. Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir aðstæðum umsækjenda en undanfarin ár hafa styrkupphæðir verið 3.500-5.000 bandaríkjadalir.

 

Umsóknareyðublöð má sækja hér þar sem almennar upplýsingar koma einnig fram. Umsýslugjald við hverja umsókn er usd 100. Greiðist inn á reikning 0301 38 103706 kt 660169 0679. Umsóknir um Thor Thors styrk skulu sendar á netfang iceam@iceam.is eigi síðar en 7. apríl 2019.

 

Top