Náms- og rannsóknarstyrkir frá Lettneskum stjórnvöldum – Umsóknarfrestur til 1. apríl 2019

Þann 1. febrúar var opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir nám eða rannsóknir í Lettlandi skólaárið 2019/2020. Styrkirnir eru veittir til nemenda eða starfsfólk háskóla sem búsett eru á Íslandi og vilja stunda háskólanám eða rannsóknir í Lettlandi. Einnig er hægt að sækja um styrki fyrir sumarskóla sem háskólar í Lettlandi standa fyrir sumarið 2019. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2019. Nánari upplýsingar eru hér: Styrkur til náms eða rannsókna í Lettlandi_2019 / Styrkir_Lettland_2019_Yfirlit

Top