Námsstyrkur frá kínverskum yfirvöldum

Kínversk stjórnvöld bjóða einum íslenskum námsmanni styrk til náms í Kína námsárið 2020-2021. Umsækjendur skulu undir 25 ára að aldri sæki þeir um grunnnám, 35 ára sæki þeir um meistaranám og 40 ára sæki þeir um doktorsnám. Þeir skulu vera við góða heilsu. Í viðhengi er listi yfir þau skjöl sem fylgja skulu umsókninni. Hún er fyllt út rafrænt en síðan á að prenta hana út og koma til Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík fyrir lok árs 2019. Rannís velur síðan tvo umsækjendur og sendir áfram til kínverska sendiráðsins, sem svo velur annan þeirra. Frekari upplýsingar eru í auglýsingu og leiðbeiningum.

Top