„Nýja“ stúdentsprófið og erlendir háskólar

Okkur á Upplýsingastofu um nám erlendis hafa að undanförnu borist fyrirspurnir um hvernig stúdentar með stúdentspróf sem byggist á þriggja ára menntun geti verið vissir um að þeir komist inn í erlenda háskóla sem að öllu jöfnu ganga út frá fjögurra ára námi til íslensks stúdentsprófs. Þannig eru til dæmis upplýsingar á vefjum norrænu háskólanna byggðar á fjögurra ára stúdentsprófi.

Því miður eru fást engin einhlít svör við þessum spurningum. Töluverður munur er oft á brautum með svipuðum nöfnum á milli mismunandi framhaldsskóla. Eina ráðið sem hægt er að gefa stúdentum er að sækja um sem víðast og skila með umsókn sinni vottorði frá sínum skóla um þær námseiningar sem þeir hafa lokið í nýja kerfinu og hvernig þær samsvari einingum í gamla kerfinu.

Top