Reynslusögur og tengliðir

 • Læknisfræði í Ungverjalandi

  Ungverjaland

  Höfundur: Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir Býrð þú ekki í Ungverjalandi? Hvernig er það? Svona byrja nánast undantekningalaust allar samræður sem ég á við frænkur, frænda eða vinkonur mömmu, þegar ég sný aftur til Íslands í sumar- eða jólafrí. Fyrri spurningin er auðveldari, vissulega bý ég í Ungverjalandi, en svarið við þeirri seinni hefur stundum vafist fyrir […]
  Lesa nánar...
 • DAAD styrkir í Þýskalandi

  Þýskaland

  Nám í Þýskalandi – Spennandi tækifæri fyrir íslenska námsmenn Viðtal við þýska sendiherrann á Íslandi, Herbert Beck og DAAD sendikennara við Háskóla Íslands Aune Stolz. Á köldum vordegi heimsótti ég þýska sendiráðið í Reykjavík til að kynna mér betur þau tækifæri sem eru í boði fyrir íslenska námsmenn við þá nærri 400 háskóla sem hægt […]
  Lesa nánar...
 • Víðsýni og þverfagleiki í Hollandi

  Holland

  Ég er einn af þeim mörgu sem átti erfitt með að vita hvaða stefnu ég ætti að taka í lífinu. Það tók mig þrjú ár að fara í háskóla eftir menntaskólann og jafnvel þá var ég ekki viss hvað ég ætti að læra. Það var líka erfitt að velja eitthvað sérstakt nám því hvað ef […]
  Lesa nánar...
 • Taco, olía og ólíkir menningarheimar

  Bandaríkin

  Magnús og Sólveig eru doktorsnemar í Rice-háskóla í Houston, Texas Magnús Örn Sigurðsson, doktorsnemi í félags- og menningarmannfræði Sólveig Ásta Sigurðardóttir, doktorsnemi í enskum bókmenntum Sumir halda kannski að það sé eitthvað voða töff að vera í námi í stórborgum eins og New York, Berlín, London, París, eða Los Angeles en svo er ekki. Það […]
  Lesa nánar...
 • MBA í Rotterdam

  Holland

  Hólmfríður Einarsdóttir Nemandi í Executive MBA í Rotterdam School of Management Ég hóf nám í MBA í janúar 2017 við Rotterdam School of Management (RSM). Námið er 22 mánuðir og mun ég því ljúka því í lok þessa árs. Við erum 107 í heildina og af 40 þjóðernum. Okkur er skipt upp í tvo hópa […]
  Lesa nánar...
 • Skúlptúrgerð á Ítalíu

  Ítalía

  Flores Axel Böðvarson Terry, arkitektanemi úr Listaháskóla Íslands fór á námskeið í skúlptúrgerð í Flórens á Ítalíu. Það kom honum óvart hvað Erasmus styrkurinn var aðgengilegur og þægilegur.
  Lesa nánar...
 • Arkitektaám í Þýskalandi

  Þýskaland

  Ellert Björn Ómarsson er arkitekt frá Listaháskóla Íslands. Hann fór í skiptinám til Berlínar og notaði tækifæri til þess að rifja upp þýskuna sem hann læri sem barn. Kennsluaðferðirnar komu honum á óvart og nú stefnir hann á meistaranám erlendis.
  Lesa nánar...
 • Tónsmíðanám í Svíþjóð

  Svíþjóð

  Arna Margrét Jónsdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands í tónsmíðum. Hún fór sem skiptinemi í Konunglega tónlistaháskólann í Stokkhólmi og kynntist þar mörgu nýju fólki og reynslan varð ógleymanleg.
  Lesa nánar...
 • Sjálfboðaliði í Þýskalandi

  Þýskaland

  Sjálfboðastarf erlendis – Þýskaland Hafþór Freyr Líndal segir frá: Eins og svo mörgum öðrum samnemum mínum langaði mig að loknu stúdentprófi að byrja nýtt og spennandi líf erlendis. Það var einhvern veginn á allra vörum; sumum langaði að ferðast, öðrum langaði að flytja og sumir vildu eitthvað allt annað. Það sem við áttum flest sameiginlegt […]
  Lesa nánar...
 • Flutningar á milli Norðurlanda – þegar upp koma alvarleg veikindi eða slys.

  Danmörk

  Flutningar á milli Norðurlanda – þegar upp koma alvarleg veikindi eða slys. Norrænt samstarf Norræna samstarfið er eitt umfangsmesta svæðasamstarf í heimi. Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð eiga aðild að samstarfinu, auk sjálfstjórnarsvæðanna Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Norræna samstarfið er pólitískt, efnahagslegt og menningarlegt og hefur mikið vægi í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Í […]
  Lesa nánar...
 • Íþróttastyrkur í Bandaríkjunum

  Bandaríkin

  Viðtal við Margréti Rós Hálfdanardóttur 1. Hvar stundaðir þú námið? Er í Canisius College í borginni Buffalo sem er í New York fylki í Bandaríkjunum 2. Segðu okkur frá náminu þínu? Námið mitt heitir Animal Behavior, Ecology, and Conservation. Í stuttu máli þá læri ég um grundvallar hegðunarmynstur fjölbreyttra dýra og hvað veldur því (hvort […]
  Lesa nánar...
 • Skiptinám í Bandaríkjunum – Oklahoma

  Bandaríkin

  Viðtal við Gylfa Má Sigurðsson 1. Hvar stundaðir þú námið? Ég stundaði námi við University of Oklahoma (OU) í bænum Norman í Oklahoma-fylki í Bandaríkjunum og dvaldi þar frá ágúst 2011 til maí 2012. 2. Segðu okkur frá náminu þínu? Ég stundaði nám í sagnfræði og tók m.a. grunnáfanga í bandarískri sögu. Námið var mjög […]
  Lesa nánar...
 • Menntaskóli í Noregi

  Noregur

  Höfundur: Magnea Gná Jóhannsdóttir Ég er nemandi í United World College Red Cross Nordic sem staðsettur er í Flekke, um það bil 4 tíma frá Bergen. Í skólanum eru 200 nemendur frá um það bil 95 löndum, við erum 5 saman í herbergi og 40 saman í húsi. Ég er til dæmis í herbergi með […]
  Lesa nánar...
 • Ferðasaga frá Rússlandi – Hildur Helga Sigurðardóttir

  Rússland

  Ferðasaga frá Rússlandi Höfundur: Hildur Helga Sigurðardóttir „Hvernig datt þér í hug að læra rússnesku?“ er sennilega sú spurning sem ég hef fengið oftast á síðustu árum. Af einhverjum ástæðum þykir fólki furðulegt að langa að kunna rússnesku, þrátt fyrir að rússneska sé það móðurmál sem flestir tala í Evrópu, en um það bil 144 […]
  Lesa nánar...
 • Skiptinám í Bretlandi

  Bretland

  Haustið 2012 hóf ég nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ég hafði ekki hugrekkið sem það tekur að stökkva í grunnnám erlendis á þessum tíma, fannst heimurinn yfirgnæfandi stór og var hreinlega ekki viss um að ég gæti farið á eigin vegum. Ég gat þó ekki losað mig við ævintýraþránna sem ólgaði innra með mér […]
  Lesa nánar...
 • Friðgeir Ásgeirsson Hönnun

  Svíþjóð

  1.Segðu mér frá náminu þínu? Námið sem ég er í heitir ‘Mobile creative’ og þar er hönnun fyrir snjalltæki (síma, úr, spjaldtölvur o.s.frv) kennd. Það er lögð mikil áhersla á skapandi ferla og hvernig nýta má þá í starfi og hugmyndavinnu, einnig er lögð mikil áhersla á að þekkja og skilja sjálfan sig og hvað […]
  Lesa nánar...
 • Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir Kvikmyndaförðun

  Bandaríkin

  Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir og Friðrik Salvar Bjarnason létu draum sinn rætast og stunduðu nám í Bandaríkjunum. Sigurlín: Ég valdi Bandaríkin af því skólinn sem ég hafði áhuga á er þar og hann er á tveimur stöðum New York og Los Angeles. Ég valdi Los Angeles því hún er talin vera borg kvikmyndanna og ég vildi […]
  Lesa nánar...
 • Ásgeir Þór Magnússon – Læknisfræði

  Slóvakía

  Krefjandi og skemmtilegt læknisfræðinám í mið-evrópu Ahojte! Hvernig í ósköpunum endaði ég í Slóvakíu í læknisfræði? Jújú, markmið og draumar geta farið með mann á ýmsar slóðir og minn draumur um að verða læknir fór með mig alla leið til mið-evrópu í Jessenius Faculty of Medicine. Jessenius Faculty of Medicine (JFMED) er virtur læknaskóli í […]
  Lesa nánar...
 • Tanja Stefanía Rúnarsdóttir Myndlistarnám

  Svíþjóð

  1.Segðu mér frá náminu þínu? Ég stunda nám í myndlist við Listaháskóla Íslands. Ég sótti um skiptinám við listaháskólann Konstfack í Svíþjóð þar sem ég varði einni önn. 2.Afhverju ákvaðstu að fara í nám erlendis? Mér fannst mikilvægt fyrir mig að prufa að fara erlendis í nám. Með því að nýta möguleikann á að fara […]
  Lesa nánar...
 • Ingibjörg Ferrer – Kaospilot nám

  Danmörk

  1. Hvað kom til að þú valdir að fara í nám erlendis? Í fyrsta lagi valdi ég að fara í Kaospilotinn vegna þess að þetta var svo spennandi nám, mjög frábruðið því sem ég hafði áður kynnst. Námið er staðsett í Árósum, Danmörku og er byggt á fjórum stoðum, skapandi leiðtoga-, verkefnastjórnunar, viðskiptafræðis og ferlisstjórnunar […]
  Lesa nánar...
 • Listnám í Flórens

  Ítalía

  Harpa Tanja Unnsteinsdóttir, nemi í Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans tók hluta af sínu starfsnámi við Listaháskóla í Flórens, þar sem hún tók námskeið í að læra að mála endurreisnarstílinn.
  Lesa nánar...
Top