Styrkir til náms í Japan

Ríkisstjórn og Menntamálaráðuneyti Japans bjóða fram styrki handa íslenskum ríkisborgurum til náms í Japan. Um er að ræða þrjá mismunandi styrki. Styrkirnir fela í sér flugfargjöld báðar leiðir, skólagjöld og mánaðarlegan framfærslustyrk. (Framfærslustyrkur er breytilegur eftir því um hvaða styrk er að ræða.)

Nánari upplýsingar um hvern styrk má finna hér…

1. Styrkur til framhaldsnáms á háskólastigi(rannsóknarnám til Meistara- og PhD gr.)
2. Styrkur til grunnnáms á háskólastigi.
3. Styrkur til iðntæknináms (að loknum framhaldsskóla).

 

Tomoko Daimaru veitir upplýsingar í síma 5108600 eða tomoko.daimaru@rk.mofa.go.jp

Top