Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar, framkvæmdastjóra, var stofnaður í mars 1951 af ættingjum hans og bekkjarsystkinum, en Hans lést í janúar 1951. Sjóðurinn var stofnaður til að styrkja hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi. Umsókn og fylgiskjöl skulu berast rafrænt á þar til gerðu eyðublaði, á netfangið hansadolf@hjukrun.is fyrir miðnætti þann 1. október úthlutunarár. Staðfesting á skólavist eða fyrirhuguðu ferðalagi er nauðsynlegt að senda með umsókninni. Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og á skrifstofunni að Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. Sími: 540 6400. hjukrun@hjukrun.is.