Overseas Postgraduate Research Scholarship styrkir eru ætlaðir erlendum stúdentum í masters- eða doktorsnámi við ástralska háskóla. Um leið og umsækjendur skrá sig í háskólana er best að geta þess að viðkomandi hafi áhuga á að sækja um styrkinn. Umsóknarfrestur er mismunandi eftir skólum en í flestum tilfellum rennur hann út í september/ október. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást við alla ástralska háskóla, sem sjá um að auglýsa umsóknarfrest og taka við umsóknum.