Menningar- og vísindadeild franska sendiráðsins veitir íslenskum námsmönnum styrki til framhaldsnáms í Frakklandi.
Hvað felst í styrkjunum?
Mánaðarlegir styrkir til uppihalds.
Skólagjöld í opinbera háskóla greidd að fullu.
Forgangur og fjárhagsleg aðstoð vegna húsnæðis á stúdentagörðum og aðstoð við umsókn og skráningu.
Almannatryggingar.
Menningarviðburðir skipulagðir af CROUS (miðstöð háskóla í Frakklandi).
Forgang hafa nemendur á masters- eða doktorsstigi og þeir sem hyggjast taka tvær annir eða fleiri af námi sínu í Frakklandi.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá menningar- og vísindadeild franska sendiráðsins:
Franska sendiráðinu
Menningar- og vísindadeild
Túngötu 22
P.O. Box 1750
101 Reykjavík
Sími: 575 9600
ambafrance@ambafrance.is
Umsóknarfrestur er í byrjun maí.