Sjóðnum er ætlað að styrkja lífefnafræðinga til framhaldsnáms við breska háskóla, þó fyrst og fremst þá sem hyggjast stunda doktorsnám í lífefnafræði eða skyldum greinum og hafa orðið að gera hlé á námi vegna sérstakra aðstæðna eða eiga ekki kost á að sækja um opinbera styrki.
Styrkurinn á að nægja til að greiða skólagjöld og uppihald einstaklings. Hann er veittur til eins árs í senn en hægt er að sækja um allt að þriggja ára framlengingu.
Ætlast er til að umsækjendur hafi tryggt sér skólavist þegar sótt er um styrkinn og verður umsóknin að fara um hendur deildarforseta eða yfirmanns þeirrar deildar sem viðkomandi ætlar að stunda nám við. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Biochemical Society.