Íslandsdeild Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation mun árlega verja um 3 - 4 milljónum króna til að styrkja tengsl Íslands og Japans. Aðallega verða veittir styrkir til menntamála og rannsóknarverkefna, en auk þess fáeinir á sviði menningar og lista. Styrki þessa má veita stofnunum og einstaklingum.
Styrkirnir eru til verkefna í samstarfi eða í tengslum við japanska aðila. Veittir eru ferðastyrkir, námsstyrkir og styrkir til skammtímadvalar í Japan.
Í umsókn, sem verður að vera á ensku, skal gefa stutta en greinargóða lýsingu á fyrirhuguðu verkefni ásamt fjárhagsáætlun og meðmælum a.m.k. tveggja umsagnaraðila. Auk þess verður að fylgja náms- og starfsferill umsækjanda og staðfesting frá samstarfsaðila í Japan og/eða þeim tengilið, sem skipuleggur dvölina þar.
Fyrir hönd fulltrúa Íslands í stjórn Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation tekur ritari Íslandsdeildar við umsóknum og veitir frekari upplýsingar:
Björg Jóhannesdóttir,
Bústaðavegi 77,
108 Reykjavík,
sími +354 5152607 / +354 8205292,
netfang: bjorgmin@gmail.com
Umsóknir skulu berast fyrir 1. mars.