Þýskir námsstyrkir

Umtalsverðir styrkir bjóðast erlendum nemendum í Þýskalandi. Sótt er um í gegnum DAAD kerfið. Umsóknarfrestur um styrki er nokkuð mismunandi eftir tegund náms:

  • sumarnám í þýsku: 1. desember
  • námsstyrkur í framhaldsnám (t.d. meistaranám): 1. desember
  • rannsóknastyrkir fyrir doktorsnám og post.doc. nám í eitt ár 1. desember
  • rannsóknastyrkir fyrir doktorsnám og post.doc. nám í 6 mánuði 31. Ágúst og 1. apríl
  • Cotutelle rannsóknastyrkir fyrir doktorsnám og post.doc. nám í hámark 18 mánuði 1. desember
  • rannsóknadvöl fyrir vísindamenn 31. Ágúst og 1. apríl
  • styrkir til frekara náms þeirra sem þegar hafa þegið styrk einu sinni 31. Ágúst og 1. apríl
  • sérstakir styrkir til framhaldsnáms í arkitektúr fyrir fólk með erlenda menntun 30. september
  • sérstakir styrkir fyrir erlenda nema til framhaldsnáms í listum, hönnun, myndrænni miðlun og kvikmyndum: 30. September.
Top