Á leið út í nám

Það er margt sem hafa ber í huga þegar haldið er út í nám. Markmið FaraBara er að einfalda og auðvelda fólki það ferli sem fylgir því að fara erlendis í nám. Eftirfarandi gátlisti getur reynst góður félagi í ferlinu:

  1. Velja land
  2. Finna nám og skóla
  3. Athuga hvernig sækja eigi um
  4. Skoða aðgangskröfur inn í námið
  5. Skoða hvort það þurfi að fara í tungumálapróf
  6. Athuga umsóknarfrest
  7. Skoða hvort námið sé viðurkennt á Íslandi
  8. Skoða hvort námið sé lánshæft
  9. Senda inn umsókn
  10. Skoða upplýsingar varðandi landvistarleyfi, skatta og sjúkratryggingu


Top