Er námið viðurkennt?

Þetta er spurning sem oft vaknar þegar verið er að velja skóla erlendis. Þegar við fáum þessa spurningu er yfirleitt eitt af þrennu sem vakir fyrir spyrjendunum:

  • Er starfsheitið sem námið erlendis leiðir til viðurkennt hér á landi?
    Þá er átt við hvort námið veiti réttindi til að starfa til jafns á við þá sem stundað hafa námið hér á landi. Ef starfsheiti er lögverndað þarf starfsleyfi frá ráðuneyti eða undirstofnun. Starfsleyfi þarf frá landlæknisembættinu til að starfa sem dýralæknir, tannlæknir, hjúkrunarfræðingur o.s.frv. og frá mennta- og menningarmálaráðuneyti til að starfa sem verkfræðingur, bifvélavirki eða innanhússhönnuður svo eitthvað sé nefnt.
    Þeir sem ætla í þess háttar nám ættu að hafa samband við viðkomandi fagfélag til að ganga úr skugga um hvort námið veiti starfsréttindi. T.d. Verkfræðingafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Dýralæknafélag Íslands og fleiri.
  • Metur Menntasjóður námið sem lánshæft?
    Nám er yfirleitt lánshæft hjá sjóðnum ef það er á háskólastigi eða er sérnám, sem veitir starfsréttindi. Sjá kynningu á reglum sjóðsins á síðu Menntasjóðs.
  • Samþykkir háskóli hér á landi  námið til áframhaldandi náms?
    Í þeim tilvikum þarf að hafa samband við viðkomandi menntastofnun. Listi yfir skóla á háskólastigi hér á landi.


Top