Hvar eru góðir skólar?

Upplýsingastofa um nám erlendis fær reglulega spurningar um hvaða skólar séu bestir í hinu og þessu fagi. Ógerlegt er fyrir okkur að leggja mat á slíkt enda skólar eins fjölbreyttir og þeir eru margir – og geta gæðin verið ólík innan landa og milli námsbrauta. Oft er hægt að finna umsagnir annarra nemenda um skóla með því að leita að nafni skólans og orðinu „review“ í leitarvél.

Til eru margir listar yfir gæðaháskóla um allan heim og eru skólarnir flokkaðir eftir ólíkum forsendum.

Hér fyrir neðan eru krækjur á nokkra slíka lista. Áhugasömum er bent á að listarnir eru ekki tæmandi og fólk er beðið um að hafa í huga að listarnir eru ekki endilega hlutlausir eða sammála hvorum öðrum. Því skiptir máli að skoða vel hvaða forsendur ráða því hvar skólar lenda og hversu hátt hlutfall hvers þáttar er.



Top