Gildi náms erlendis

Nám erlendis, hvort heldur er skiptinám eða heil námsgráða, færir þeim sem það stunda ýmislegt til viðbótar námi hérlendis, hversu gott og fjölbreytt sem það er. Árið 2014 gáfu Finnar út ritið Hidden competences, sem byggðist á rannsónum hugveitunnar Demos Helsinki. Meginniðurstöðurnar voru þær að auk þátta eins og aukinnar tungumálafærni og menningarlæsis, sem allir þekktu, væri ýmis falin hæfni sem nemendur bættu við sig.

  • Þar voru nefndir þættir eins og seigla, forvitni og meiri framleiðni. Atvinnurekendur leggja mikla áherslu á að ná í starfsmenn sem hafa þessa eiginleika en gera sér oft ekki grein fyrir að dvöl erlendis þroskar þá og eflir.

Menntun erlendis getur aukið starfsmöguleika einstaklinga bæði hér og annars staðar í heiminum. Heimurinn verður sífellt alþjóðavæddari og því felst mikill auður í einstakling sem hefur dvalið erlends og rannsóknir sýna að margir vinnuveitendur meti þá reynslu, ekki einvörðungu prófgráðuna.Top