Inntökupróf

Þegar sótt er um nám erlendis gætu námsmenn þurft að sæta inntökupróf. Yfirleitt er nauðsynlegt að fara til viðkomandi lands til þess að fara í slík próf en þó kemur það fyrir að þau séu haldin hér á landi.

Hér fyrir neðan er listi af prófum sem gæti þurft að taka til að komast inn í grunnnám (undergraduate degree) í Bandaríkjunum.

1. SAT – Scholastic Aptitude Test

Skylt er að taka SAT prófið fyrir marga bandaríska háskóla. En prófið er hannað til þess að skoða þekkingu bandarískra nemenda eftir high school. 

Til eru tvær gerðir af prófinu:

 1. SAT – Reasoning test: Prófar þekkingu og færni í lestri, skriflegri færni og stærðfræði. Lestrarhlutinn á að meta lesskilning og setningarfræði (200-800 stig). Skriflegi hlutinn krefst þess að skrifuð sé stutt ritgerð og málfræði spurningar (200-800 stig). Stærðfræði hluti prófsins prófar m.a. algebru, líkindareiknig og tölfræði (200-800 stig).
 2. SAT – Subject test: Prófar þekkingu í sérstökum fögum.

Einnig eru sérstök próf fyrir eftirfarandi fög:

 • Enska
 • Saga
 • Stærðfræði
 • Náttúrufræði (líffræði, efnafræði og eðlisfræði)
 • Málvísindi

Verzlunarskóli Íslands heldur SAT prófin á Íslandi. Skráning fer eingöngu fram á vef SAT með 4 vikna fyrirvara. Prófgjaldið er um 50-70 $, eftir því hvort skrifuð er ritgerð.

2. ACT – American College Test

ACT er annað inntökupróf í grunnháskólanám í Bandaríkjunum. Það er þekkingarpróf í námsefni “high school” í Bandaríkjunum og prófað er í stærðfræði, líffræði, eðlisfræði og ensku. Oftast er hægt að taka ACT prófið í stað SAT. Skráning í prófin fer eingöngu fram á vef ACT með 5 vikna fyrirvara. Verð 60-80 USD. Prófið fer fram hjá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.

3. GMAT – Graduate Management Admission Test

Próf sem flestum er skylt að taka ætli þeir í hagfræði eða viðskiptatengt nám þar með talið MBA nám.

Prófið skiptist í fjóra hluta og tekur u.þ.b. þrjá og hálfan klukkutíma. Hlutarnir fjóru eru:

 1. Analytical Writing Assessment (30 mín)
 2. Intergrated Reasoning (30 mín)
 3. Quantitative (75 mín)
 4. Verbal (75 mín)

Prófgjald er 285 $.

4. GRE – Graduate Record Exam

Próf, ætlað fyrir þá sem ætla í framhaldsnám (graduate) í Bandaríkjunum. Bæði er hægt að taka almennt próf og subject -test. Hið almenna er það sem flestir taka.

GRE general test prófar færni í

 • Verbal Reasoning
 • Quantitative Reasoning
 • Analytical Reasoning

Prófstaður fyrir almenn GRE®-próf (GRE® General Test) á Íslandi er hjá PROMENNT í Skeifunni og fara þau fram í tölvuveri (Computer Based Test). Nánari upplýsingar og skráning.

Skráningarfrestur rennur út u.þ.b. 5 vikum fyrir settan prófdag, en próftökum er bent á að skrá sig tímanlega. Prófgjald er 205$.

Bent skal á að á prófstað þurfa próftakar að framvísa gildum skilríkjum (vegabréfi eða ökuskírteini). Þeir þurfa einnig að hafa með sér GRE Admission Ticket.

Nánari upplýsingar um GRE-próf og skráningu í þau má fá á vefsetri ETS.Top