Þegar sótt er um nám erlendis gætu námsmenn þurft að sæta inntökupróf. Yfirleitt er nauðsynlegt að fara til viðkomandi lands til þess að fara í slík próf en þó kemur það fyrir að þau séu haldin hér á landi eða rafrænt.
Miklivægt er að kynna sér vel próftökudagsetningar og tímasetningar en einnig hvort einhver umsóknarfrestur sé í prófin. Í mörgum tilvikum eru inntökupróf haldin einu sinni á ári og því getur þurft að bíða í heilt ár áður en reynt er við prófin aftur.
Sumir skólar taka fram hvaða kunnátta er prófuð í inntökuprófunum en einnig getur verið gott að leita sér upplýsinga um prófin á netinu, til að undirbúa sig.
Hér á vefnum er hægt að finna upplýsingar um inntökupróf í ákveðnum löndum á undirsíðunum um löndin, ef slíkum upplýsingum hefur verið safnað saman.