Algengar spurningar

Hvaða nám er lánshæft?

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Menntasjóðs námsmanna er háskólanám lánshæft ef gerðar eru sambærilegar kröfur og til háskólanáms á Íslandi. Þetta þýðir að aðeins er veitt lán til náms sem fer fram í alþjóðlega viðurkenndum háskólum. Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er þó ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði. Ekki er lánað til tungumálanáms til undirbúnings ef um er að ræða ensku, dönsku, norsku eða sænsku. Á vefnum er að finna skrá yfir lánshæfa skóla. Þetta er þó ekki tæmandi listi og ef skólinn sem þig langar til að stunda nám við er ekki á listanum má senda fyrirspurn til sjóðsins á netfangið .

Fleiri spurningar

Top