Umsóknarfrestir eru misjafnir eftir löndum. Í sumum tilvikum er eitt umsóknarkerfi sem nær yfir alla skóla en í öðrum er það bundið við hvern skóla fyrir sig og jafnvel námsleiðum. Hér á eftir má finna yfirlit yfir helstu umsóknarfresti þeirra landa sem íslenskir stúdentar hafa helst verið að fara til. Frestirnir eiga við grunnám nema annað sé tekið fram.
Ástralía: 4 til 5 mánuðum fyrir skólabyrjun.
Austurríki: 1. september fyrir vetrarönn og 1. febrúar fyrir sumarönn.
Bandaríkin: fjórum til fimm mánuðum fyrir upphaf náms, en mælt er með að hefja undirbúning umsóknar ári fyrir umsóknarfrest.
Bretland: Umsóknarfrestur fyrir læknisfræði, dýralækningar og tannlækningar er 30. júní fyrir erlenda nemendur. Umsóknarfrestur fyrir grunnnám er 15. janúar.
Danmörk: Frestur til að sækja um grunnnám rennur út 15. mars fyrir klukkan 12:00. Frestur fyrir meistaranám fer eftir því námi sem sótt er um.
Eistland: Mismunandi en algengt er að það sé í lok júní.
Frakkland: Frá 20. janúar til 20. mars.
Finnland: Mismunandi eftir skólum og námsleiðum.
Holland: Sumir skólar taka inn í janúar en í flesta skóla er lokað fyrir umsóknir 15. maí.
Írland: 1. febrúar.
Ítalía: Maí – Júlí.
Japan: Að minnsta kosti fjórum mánuðum áður en nám hefst. Fyrir enskumælandi nemendur er september/október.
Kanada: Umsóknarfrestir í flesta skóla eru frá desember fram í mars. Mælt er með því að hefja undirbúning umsóknar ári fyrir frest.
Kína: 6 mánuðum áður en nám hefst.
Noregur: 15. apríl í grunnnám en mismunandi eftir skólum og námsleiðum á meistara og doktorsstigi.
Nýja Sjáland: Fjórum til fimm mánuðum áður en nám hefst.
Spánn: Fer eftir skólum en umsóknartímabilið er á tímabilinu maí – ágúst.
Sviss: 30. apríl fyrir haustönn og 30. nóvember fyrir vorönn.
Svíþjóð: 15. apríl fyrir haustönn og 15. október fyrir vorönn.
Þýskaland: 15. júlí fyrir vetrartönn og 15. janúar fyrir sumarönn.