Algengar spurningar

Hvernig þýðist GPA (Grade Point Average) einkunnaskalinn?

Íslenski einkunnaskalinn er þýddur nokkurn veginn yfir á ABCD skalann í bandarísku einkunnakerfi þannig:

íslenskar einkunnir á bilinu 9 – 10 jafngilda A í bandaríska kerfinu
íslenskar einkunnir á bilinu 7 – 8 jafngilda B í bandaríska kerfinu
íslenskar einkunnir á bilinu 5 – 6 jafngilda C í bandaríska kerfinu
íslenskar einkunnir á bilinu 1 – 4 jafngilda D í bandaríska kerfinu

Það skiptir máli hve margar einingar hvert námskeið er og hver einkunnin er fyrir hvert námskeið.

Þegar grade point average er reiknað út er:

A = 4 stig
B = 3 stig
C = 2 stig
D = 1 stig

Dæmi:

námskeið sem er 3 einingar – með einkunnina A reiknast þannig: 3×4 = 12 stig einkunna
námskeið sem er 5 einingar – með einkunnina B reiknast þannig: 5×3 = 15 stig einkunna
námskeið sem er 4 einingar – með einkunnina C reiknast þannig: 4×2 = 6 stig einkunna
námskeið sem er 2 einingar – með einkunnina D reiknast þannig: 2×1 = 2 stig einkunna

Í þessu tilfelli er fjöldi eininga = 14, stig einkunna = 35
GPA er fundið út með því að deila stigum með einingafjölda 35:14. Útkoman er 2,5.

Hér eru margar skýringarmyndir sem e.t.v. geta hjálpað einhverjum áleiðis.

Fleiri spurningar

Top