Alpach styrkir fyrir spennandi ráðstefnu í Austurríki

Alpach er þverfaglegur vettvangur fyrir vísindi, stjórnmál, viðskipti og menningu. Á hverju ári halda þau ráðstefnu sem stendur yfir í eina viku. Í ár er hún haldin 19-26. ágúst.

Yfir 650 nemendur frá rúmlega 100 löndum taka þátt á hverju ári og er markmiðið að skapa vettvang fyrir ungt fólk til þess að taka þátt í málstofum, umræðum og skiptast á hugmyndum um félagsleg og pólitísk málefni.

Hverjir geta sótt um? Ungt fólk undir 30 ára aldri frá öllum fræðasviðum, einnig fólk sem hefur ekki útskrifast

Hvað er styrkt? Námskeiðsgjöld en einnig er hægt að sækja um viðbótarstyrk fyrir uppihaldi á meðan námskeiði stendur

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Alpach en þar er einnig hægt að finna dagskrá fyrir viðburðinn í ár.

Umsóknarfrestur rennur út 31. mars 2020

Top