BARI Styrkir fyrir rannsóknartengt starfsnám á háskólastigi

BARI (BARI stendur fyrir Baltic Science Network Mobility Programme for Research Internships) er nýtt prógram sem veitir meðal annars styrki fyrir rannsóknartengt starfsnám á sviði lífvísinda, ljóseindarvísinda, nifteindafræða og velferðarríkja (Life Sciences, Photon & Neutron Science and Welfare State).

Þátttökulönd eru þau lönd sem tilheyra Eystrasaltsráðinu: Danmörk, Eistland, Finnland, Þýskaland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Svíþjóð, Rússland og Hvíta Rússland.

Umsóknarferlið er tvíþætt:

Doktorsnemar hafa til 23. febrúar 2020 til þess að sækja um að ráða til sín starfsnema (sem er í grunn- eða framhaldsnámi) í rannsóknartengt starfsnám.

Grunn- og framhaldsnemar geta síðan sótt um að fara í rannsóknartengt starfsnám hjá doktorsnema frá 29. febrúar – 31. mars.

Allar upplýsingar eru hér

Top