Ferðastyrkir Letterstedtska sjóðsins

Letterstedtski sjóðurinn auglýsir ferðastyrki til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2020. Styrkirnir eru ætlaðir til ferða frá Íslandi til Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna vegna samstarfs eða starfa á sviði vísinda, lista og menningar, eða vegna þátttöku í norrænum eða norrænt-baltneskum ráðstefnum og fundum.

Umsóknir skulu vera á íslensku og innihalda greinargóðar upplýsingar um umsækjanda (nafn, heimili, netfang, starfsheiti/staða), tilgang ferðar og/eða verkefnis. Umsókn sendist með tölvupósti til ritara sjóðsins: bryndis.sverris@simnet.is 

Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi skjali og á heimasíðu Letterstedtska sjóðsins: www.letterstedtska.org/anslag

Einnig má hafa samband við Bryndísi Sverrisdóttur í síma 8530602 eða bryndis.sverris@simnet.is

og Þór Magnússon, formann Íslandsdeildar sjóðsins, í síma 8921731 eða thor@thjodminjasafn.is

Top