Skattamál

Mikilvægt er að þau sem fara erlendis í nám hafi í huga hvort þau vilji halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi. Þetta getur verið mikilvægt því með því halda námsmenn öllum réttindum sem heimilisfesti hér á landi veitir, eins og ef lögheimilið hefði verið hér allt árið.

Eingöngu þeir sem hafa verið búsettir hér síðustu fimm árin áður en nám erlendis hófst geta haldið hér skattalegri heimilisfesti. Einnig verður nám að hefjast innan þriggja mánaða frá flutningi.

Sækja þarf um árlega í skattframtali
Er það gert með því að haka í reit á forsíðu framtals og láta viðeigandi gögn fylgja. Berist gögn ekki er umsókn hafnað. Á framtali þarf að koma fram póstfang námsmannsins erlendis eða umboðsmanns hér á landi og síðasta lögheimili námsmanns hér á landi.

Dvelji maki námsmanns eða börn eldri en 16 ára einnig erlendis og dvöl þeirra er bein afleiðing af náminu, geta þau einnig sótt um að halda hér á landi skattalegri heimilisfesti. Óvígð sambúð er lögð að jöfnu við hjúskap að því tilskildu að uppfyllt séu skilyrði skattalaga um samsköttun.

Öllum spurningum varðandi skattalega meðferð á námsstyrkjum skal beina til ríkisskattstjóra.

Frekari upplýsingar um eru á vef ríkisskattstjóra.