Umsóknarfrestir eru misjafnir eftir löndum.. Hér á eftir má finna yfirlit yfir helstu umsóknarfresti þeirra landa sem íslenskir stúdentar hafa verið að fara til. Frestirnir eiga við grunnám nema annað sé tekið fram. Þetta er ekki opinber listi heldur upplýsingar sem við höfum safnað saman og við mælum alltaf með að fólk leiti sjálft að þessum upplýsingum á netinu þar sem þær gætu hafa breyst síðan þær voru settar inn á vefinn.
Ástralía: 4 til 5 mánuðum fyrir skólabyrjun.
Austurríki: 1. september fyrir vetrarönn og 1. febrúar fyrir sumarönn.
Bandaríkin: fjórum til fimm mánuðum fyrir upphaf náms, en mælt er með að hefja undirbúning umsóknar ári fyrir umsóknarfrest.
Bretland: Umsóknarfrestur fyrir læknisfræði, dýralækningar og tannlækningar er 30. júní fyrir erlenda nemendur. Umsóknarfrestur fyrir grunnnám er 15. janúar.
Danmörk: Frestur til að sækja um grunnnám rennur út 15. mars fyrir klukkan 12:00. Frestur fyrir meistaranám fer eftir því námi sem sótt er um.
Eistland: Mismunandi en algengt er að það sé í lok júní.
Frakkland: Frá 20. janúar til 20. mars.
Finnland: Mismunandi eftir skólum og námsleiðum.
Holland: Sumir skólar taka inn í janúar en í flesta skóla er lokað fyrir umsóknir 15. maí.
Írland: 1. febrúar.
Ítalía: Maí – júlí.
Japan: Að minnsta kosti fjórum mánuðum áður en nám hefst. Fyrir enskumælandi nemendur er september/október.
Kanada: Umsóknarfrestir í flesta skóla eru frá desember fram í mars. Mælt er með því að hefja undirbúning umsóknar ári fyrir frest.
Kína: 6 mánuðum áður en nám hefst.
Noregur: 15. apríl í grunnnám en mismunandi eftir skólum og námsleiðum á meistara og doktorsstigi.
Nýja Sjáland: Fjórum til fimm mánuðum áður en nám hefst.
Spánn: Fer eftir skólum en umsóknartímabilið er á tímabilinu maí – ágúst.
Sviss: 30. apríl fyrir haustönn og 30. nóvember fyrir vorönn.
Svíþjóð: 15. apríl fyrir haustönn og 15. október fyrir vorönn.
Þýskaland: 15. júlí fyrir vetrartönn og 15. janúar fyrir sumarönn.