Í námi erlendis

Námsmenn erlendis njóta ýmissa réttinda. Meðal þeirra eru réttindi samkvæmt lögum um almannatryggingar, t.d. til sjúkratrygginga og réttindi samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Íslenskir námsmenn erlendis, utan Norðurlandanna geta átt lögheimili hér meðan á námi stendur og haldið rétti sínum til almannatrygginga.

Hér til hliðar finna nokkrar gagnlegar upplýsingar sem námsmenn gætu þurft að hafa í huga á meðan dvöl þeirra stendur erlendis.

Oft getur einnig verið gagnlegt að setja sig í samband við Íslendingafélög eða hópa á samfélagsmiðlum fyrir tilteknar borgir eða lönd. Þar má oft finna gagnlegar upplýsingar eða heyra af reynslu annarra.

Við bendum einnig á að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoðar íslenska ríkisborgara erlendis, komi upp áföll eða atvik sem erfitt er að leysa úr á eigin spýtur. Vaktsíminn hjá borgaraþjónustunni er opinn allan sólarhringinn og er símanúmerið +354 545 0112. Gott getur verið að vista þetta númer og hafa handhægt. Einnig bendum við nemum erlendis á að kynna sér neyðarnúmer þeirra landa sem þau búa í og staðsetningar næstu sendiráða Íslands – eða sendiráða þeirra ríkja sem sjá um málefni Íslands í þeim löndum þar sem ekki er íslenskt sendiráð eða ræðiskrifstofa.



Top