Fæðingarorlof

Þegar námsmenn erlendis eignast börn geta þau átt rétt á fæðingarstyrk frá fæðingarorlofssjóð, uppfylli þau ákveðin skilyrði. Hægt er að lesa nánar um fæðingarstyrkinn á vef sjóðsins en gott er að kynna sér hver skilyrði úthlutunar eru, þá sérstaklega varðandi skilyrði um lögheimili.

Foreldrar þurfa alla jafna að hafa haft lögheimili hér á landi og hafa búið á Íslandi í 12 mánuði fyrir fæðinguna en veittar eru undanþágur fyrir námsmenn sem búa erlendis vegna náms. Nánar um þetta á vef sjóðsins. Top