Íslensk-ameríska félagið auglýsir styrki til háskólanáms í Bandaríkjunum 2020-2021

Lausir eru til umsóknar styrkir American Scandinavian Foundation til háskólanáms í Bandaríkjunum skólaárið 2020–2021. Umsækjendur skulu hafa lokið (eða ljúka í vor) námi til fyrstu gráðu háskólastigs (B.A., B.Sc., B.Ed. eða sambærilegri gráðu). Styrkhæft nám skal allt fara fram í Bandaríkjunum. Styrkirnir eru veittir framúskarandi umsækjendum sem hafa staðfestingu fyrir skólavist í bandarískum háskóla.

Styrkirnir eru veittir til eins árs. Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir aðstæðum umsækjenda en undanfarin ár hafa styrkupphæðir verið 3.500-5.000 bandaríkjadalir. Umsýslugjald fyrir hverja umsókn er 12.500 kr og telst hún ekki gild fyrr en umsýslugjald hefur verið greitt. Umsýslugjaldið er óendurkræft.

Umsóknarfrestur rennur út 15. mars 2020

Nánari upplýsingar má finna á https://www.iceam.is/styrkir/skolastyrkir 

Top