Landvistarleyfi í Bretlandi

Frá og með 1. janúar 2021 munu reglur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um frjálsa för fólks ekki lengur gilda um Bretland. Íslendingar sem flytja til Bretlands eftir það þurfa því að sækja um vegabréfsáritun og uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi breskra stjórnvalda, til að fá að dvelja í landinu. Áfram verður heimilt að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar.

Námsmenn sem hófu nám í Bretlandi núna í haust en hafa ekki enn flust til Bretlands vegna heimsfaraldursins eru sérstaklega hvattir til að hafa þetta í huga þar sem ekki verður um neinar undanþágur að ræða fyrir þann hóp. Munu þeir þurfa að sækja um vegabréfsáritun samkvæmt nýja innflytjendakerfinu ef þeir flytja til Bretlands eftir áramót. Nánari upplýsingar.

Top