Argentína

Fólksfjöldi: Um 45 milljónir

Tungumál: Spænska

Gjaldmiðill: Pesói

Höfuðborg: Búenos Aíres

Country Flag

Argentína er land í Suður-Ameríku sunnaverðri. Það afmarkast af Andesfjallgarðinum í vestri og Atlantshafi í austri. Lönd, sem liggja að Argentínu eru Chile í vestri, Paragvæ og Bólivía í norðri, Brasilía og Úrúgvæ í norðaustri. Landið er næststærst að flatarmáli í Suður-Ameríku og hið áttunda í röðinni í heiminum. Íslenskir nemendur í spænsku hafa löngum stundað nám í spænsku við argentínska háskóla og eru í gildi samstarfssamningar milli háskóla landanna tveggja.

Að sækja um

Í Argentínu eru starfræktir 115 opinberir háskólar og meira en 25 þúsund erlendir nemar stunda þar nám. Upplýsingar um aðgangskröfur, umsóknarfrest, uppbyggingu náms og annað sem máli kann að skipta er að finna á upplýsingavefjum viðkomandi skóla. Sótt er um beint til viðkomandi skóla. Yfirleitt rennur umsóknafrestur út í október eða nóvember. Í sumum tilfellum er krafist inntökuprófs eða einhverrar staðfestingar á að spænskukunnáttan sé nægjanleg.

Skólaárið hefst í mars og því líkur í nóvember eða desember. Nær undantekningalaust er kennt á spænsku. Margir háskólar bjóða upp á sérstök námskeið í menningu og sögu landsins sem ætluð eru útlendingum.

Langflestir þeir Íslendingar sem stundað hafa nám í Argentínu eru í skiptinámi, einkum í spænsku. Þeir taka eina til tvær annir við einhvern af háskólum landsins og fá námið viðurkennt sem hluta af námi sínu hér á landi. Nauðsynlegt er að ganga frá öllum samningum áður en haldið er af stað og fá þarf landvistarleyfi (sjá undir hagnýtar upplýsingar).

Nokkrir argentínskir háskólar hafa komist inn á alþjóðlega gæðalista, m.a. Universidad National de Córdoba Universidad Austral og Universidad National de La Plata. Þá nýtur Universidad de Buenos Aires mikillar virðingar og einnig Universidad del Salvador sem Háskóli Íslands er með samstarfssamning við.

Námsgráður

Bakkalárgráðan er kölluð Licenciatura og tekur 4-5 ár.
Meistaranámið kallast Especialización eða Maestría og tekur 1-2 ár. Fyrir þá sem hyggja á meistaranám að afloknu íslensku bachelorprófi er nauðsynlegt að kanna sérstaklega hvort skólinn samþykkir það þar sem það tekur ekki nema 3 ár.

Skólagjöld

Engin skólagjöld eru greidd í opinberum háskólum en í skólum sem reknir eru af einkaaðilum eru þau frá hálfri til einnar milljónar króna á ári.

Leit að námi

Nám á ensku

Ekki er boðið upp á neitt háskólanám á ensku.

Menntasjóður

Menntasjóður

Námsmenn geta fengið námslán til tungumálanáms ef það er nauðsynlegur undirbúningur undir frekara nám í landinu. Lánið er ekki greitt út fyrr en sýnt er fram á innritun í frekara lánshæft nám í sama landi eða málsvæði.

Nauðsynlegt er að skoða vel hvort  Menntasjóður lánar til náms í Argentínu. Ef skólinn er ekki á lista sjóðsins yfir viðurkennda háskóla, er gott að hafa samband beint við starfsfólk hans.

Að flytja til

Dvalarleyfi:

Sækja skal um áritun hjá sendiráði Íslands gagnvart Argentínu, sem er í Osló. Eftirfarandi skal skila með umsókninni:

  • Afrit af vegabréfi sem gilt er í a.m.k. 6 mánuði eftir að viðkomandi hyggst vera kominn til Argentínu og er með a.m.k. tvær auðar síður
  • Tvær passamyndir í lit
  • Afrit af skráningu þess háskóla sem nemandinn hyggst stunda nám við
  • Staðfesting frá lánasjóði eða banka á því að námsmaðurinn geti séð fyrir sér
  • Afrit af hreinu sakavottorði fyrir síðastliðin 3 ár
  • Kvittun fyrir greiðslu á gjaldi fyrir áritunina
  • Ef þörf er talin á, er farið fram á viðtal við námsmanninn í sendiráðinu.

Húsnæði:

Sumur háskólar reka stúdentagarða og eru þeir ugglaust ódýrasti kosturinn. Fyrir þá sem vilja leiga sér íbúð er hér listi yfir möguleika í Búenos Aíres þar sem ekki er krafist tveggja til þriggja mánaða leigu sem tryggingar:

Sendiráð: 

Utanríkisráðuneytið annast störf íslensks sendiráðs við Argentínu en argentíska sendiráðið gagnvart Íslandi er í Osló. 

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar