Bretland

Fólksfjöldi: 68,8 milljónir

Tungumál: Enska, velska og gellíska

Gjaldmiðill: Sterlingspund

Höfuðborg: Lundúnir

Country Flag

Bretland eða Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands skiptist í England, Wales, Skotland og Norður Írland. Innan Bretlands eru því nokkrar þjóðir sem hafa eigið land, sína eigin sögu, menningu, hefðir, mállýsku og í sumum tilvikum tungumál. Skotland, Wales og Norður Írland hafa öll sitt eigið þing og Skotland hefur sitt eigið menntakerfi.

Margir Íslendingar hafa farið í nám til Bretlands bæði í grunn og framhaldsnám. Vinsamlegast athugið að nú þurfa Íslendingar að sækja um vegabréfsáritun til að stunda nám á Bretlandi (sjá nánar hér að neðan).

Að sækja um

Um tvö nokkuð ólík skólakerfi er að ræða:

  • England, Wales og Norður-Írland er með svipað kerfi og við þekkjum á Íslandi (3 ár í bakkalár, 1 ár í meistaranám og 3 í doktorsnám).
  • Skotland hefur sitt eigin háskólakerfi. Nemendur byrja oft á undan öðrum nemendum í Bretlandi, 17 ára (en ekki 18). Grunnnám tekur venjulega 4 ár og er svipað og grunnnám í Norður-Ameríku. Í eldri háskólum í Skotlandi (t.d. í Edinborg, St, Andrews og Glasgow) útskrifast nemendur eftir 4 ár með MA þó þetta sé grunnnám. Framháldsnám er oft kallað MLitt (Master of Letters) og tekur 1 ár. Í nýrri skoskum háskólum útskrifast nemendur eins og í Bretlandi almennt með BA eða BSc í grunnámi og MA eða MSc í framháldsnámi.
  • Athugið að stundum er talað um Honours Degree en þá er alla jafna átt við BA eða BS gráður.

Skólaárið hefst í lok september og stendur fram til loka júní. Skiptist oft niður í þrjú misseri (first term, second term, third term).

Innritun í grunnháskólanám í allflesta breska háskóla fer fram í gegnum UCAS (Universities colleges & admissions service) sem raðar nemendum í skóla eftir framboði og eftirspurn. Umsóknareyðublöðin eru rafræn á UCAS síðunni.

Inntökuskilyrði

Almennt taka háskólar mið af:

  • Námsframmistöðu
  • Hvatabréfi (personal statement)
  • Meðmælum t.d. frá kennurum af fyrri skólastigum.

Góð ráð varðandi meðmælanda (UCAS)

Íslenskt stúdentspróf í samanburði við A-levels: Nokkrir breskir háskólar hafa birt á heimasíðu sinni upplýsingar um það hvernig íslenska stúdentsprófið samsvarar inntökuskilyrðum þeirra á A-levels skalanum. Það má til dæmis má finna þessar upplýsingar á vefsíðu UCL háskólans

Breskir skólar krefjast nær undantekningalaust að tilvonandi nemendur standist enskupróf. Helstu próf eru IELTS og TOEFL. IELTS er algengara og athuga þarf sérstaklega hvort skólinn sem sótt er um taki TOEFL prófið gilt þar sem margir skólar neita að taka við því.

Helstu umsóknarfrestir:

  • 15. janúar: aðalumsóknarfrestur í grunnnám ef sótt er um í gegnum UCAS. Stundum er þó hægt að sækja um seinna
  • 15. október: umsóknarfresturinn í Oxford University og University of Cambrigde.
  • 15. október: umsóknarfrestur í læknisfræði, tannlækningar og dýralækningar.
  • 8. mars: umsóknarfrestur í Route B.

Fresturinn er mismunandi fyrir framhaldsnám (á meistara- og doktorsstigi – “Postgraduate”) þær upplýsingar verður að sækja til hvers skóla fyrir sig.

Námsgráður

Grunnám (Bachelor/undergraduate)

Englandi, Wales og Norður-Irlandi: 3-4 ár
Skotlandi: 4-5 ár

Framhaldsnám (postgraduate)
Meistaragráða skiptist í annars vegar hefðbundna háskólakennslu og hins vegar sérstakt rannsóknanám: 12 mánuðir

Diplomanám (diploma/certificate) 9-12 mánuðir

Útlistanir og útskýringar á breskum háskólagráðum getur þú nálgast á síðunni Study UK.

Athugið að eins árs meistaragráður frá Bretlandi geta að hámarki veri metnar til 75 ECTS eininga við íslenska háskóla og oft aðeins til 60 ECTS eininga. Breskar meistaragráður eru á hæfniþrepi 6.1. skv. íslenska hæfnirammanum og veita því ekki aðgang að doktorsnámi, ólíkt 120 ECTS eininga meistaragráðum frá meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum. Sama takmörkun myndi því gilda um aðgang að doktorsnámi í Noregi, Danmörku og Þýskalandi.

Skólagjöld

Stúdentar utan Bretlands þurfa að greiða svokölluð “over-seas” skólagjöld og telst Ísland í þeim hópi. Skólagjöld til Bretlands eru að meðaltali: 11,400 - £38,000

Á vef UKCISA má finna frekari upplýsingar og skilgreiningar á flokkum skólagjalda.

Skólum og stofnunum er í sjálfsvald sett að ákveða hvaða týpu af gjöldum nemendur greiða.

Vegabréfsáritun

Til að stunda nám á Bretlandi þurfa íslenskir nemendur að hafa vegabréfsáritun (Student Visa) og leggja út fyrir þeim kostnaði sem því fylgir. (Student visa : Overview - GOV.UK (www.gov.uk). Þann 1.1.2024 tók gildi nýr samningur milli Íslands og Bretlands á sviði almannatrygginga sem gerir það að verkum að evrópska sjúkratryggingakortið gildir aftur á Bretlandi fyrir Íslendinga.

Þetta þýðir einnig að svokallað Immigration Health Surcharge, sem rukkað er við umsókn um vegabréfsáritun fyrir námsmenn, fæst endurgreitt.

 

Lundún. Mynd tekin af Sabrina Mazzeo

Leit að námi

Hvar í Bretlandi viltu læra? hér er hægt að finna alla háskólana eftir landshlutum.

UCAS  –  þegar sótt er um grunnháskólanám (undergraduate) í Bretlandi. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöðin á síðunni. Aðalumsóknarfrestur er 15. janúar. Hægt er að leita að námi á grunnstigi (undergraduate). 

Clearing – yfirlit yfir það nám sem ekki er fullbókað í og enn hægt að sækja um (eingöngu grunnnám).

Nám í Bretlandi – leitarsíða, setja inn námsgrein og námsgráðu, “undergraduate” fyrir grunnnám (til bachelorgráðu) og “postgraduate” fyrir framhaldsnám (til mastersgráðu eða doktors).
Graduate Prospects – leitarsíða fyrir framhaldsnám (postgraduate).

British Council – síða ætluð þeim sem vilja nema eða starfa í Bretlandi.
Quality Assurance Agency for Higher Education – stofnun sem sér um mat á breskum háskólum.
UK Universities – listi yfir háskóla og ýmsar gagnlegar upplýsingar.

StudyAbroadUK er fyrirtæki sem aðstoðar erlenda nemendur við námsleit og umsóknir í breska skóla.
Study In Scotland – síða ætluð þeim sem vilja nema í Skotlandi.
Floodlight – leit að ýmsum námskeiðum í London.

Menntasjóður

Þar sem skólagjöld eru í háskóla í Bretlandi er mikilvægt að kynna sér úthlutanarreglur Menntasjóðs vel sérstaklega hvað varðar skólagjaldalán.

Að flytja til

Að skrá sig í landið
Frá og með 1. janúar 2021 þurfa íslenskir námsmenn sem dvelja í Brelandi lengur en 6 mánuði samfellt að fá sérstakan “settled  eða pre-settled status” – sjá upplýsingar á síðu breska stjórnarráðsins.

Hafi námsmenn hug á að dvelja áfram í Bretlandi að loknu námi er þeim bent á að hafa samband við utanríkisráðuneytið eða sendiráð Íslands í London til þess að kynna sér reglur um dvalarleyfi.

Húsnæði
Best er fyrir þá sem eru að hefja nám að útvega sér húsnæði á stúdentagarði. Flestir skólar bjóða upp á slíkt og veita fyrsta árs nemum iðulega forgang. Skrifið til viðkomandi skóla eftir upplýsingum. Þeir sem ekki fá inni geta leitað til hins almenna markaðar. Hefjið húsnæðisleit tímanlega.

Félagslegar aðstæður
Evrópska sjúkratryggingarkortið gildir ekki lengur í Bretlandi og þurfa námsmenn að verða sér út um eigin sjúkratryggingu.

Í tengslum við marga skóla eru rekin barnaheimili fyrir starfsfólk og nemendur. Þar fyrir utan er ekki auðvelt að koma börnum fyrir. Skólinn hefst við sex ára aldur og er hægt að velja milli ríkisrekinna skóla og einkaskóla. Skóladagurinn er sex til sjö klukkustundir.

Sendiráð
Krækja á breska sendiráðið á Íslandi og íslenska sendiráðið í Bretlandi.

Reynslusögur

Styrkir

Tenglar